Mourinho: Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í þá Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2017 11:00 Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, ósáttur á hliðarlínunni í gær. Vísir/Getty Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, sá sitt lið gera einn eitt jafntefli í gær í fyrri leik liðsins á móti belgíska liðinu Anderlecht í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Manchester United var 1-0 yfir í Belgíu þegar 85 mínútur voru liðnar af leiknum og hafði fengið fjölda færa til að bæta við mörkum. Anderlecht náði hinsvegar að jafna leikinn með sínu fyrsta skoti á mark United í leiknum. „Ef ég væri varnarmaður Manchester United þá væri ég mjög fúll út í sóknarmenn liðsins. Þeir stóðu sig vel í vörninni en það voru mennirnir sem áttu að drepa leikinn sem gerðu það ekki,“ sagði Jose Mourinho við BBC eftir leikinn. Manchester United liðið hefur aðeins skorað 46 mörk í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en hin liðin í toppbaráttunni, Chelsea, Tottenham, Liverpool, Manchester City og Arsenal, hafa öll skorað yfir 60 mörk. „Þetta er sama vandamálið hjá okkur og vanalega. Við höfðum stjórnina, við fengum færin en við skorum bara ekki nógu mikið af mörkum,“ sagði Jose Mourinho við BBC. „Á minni slöku ensku þá get ég ekki fundið annað orð en hroðvirknislegt (sloppy). Menn verða að spila af meiri alvöru,“ skaut Mourinho aftur á sóknarmenn sína. „Þó að við myndum leggja saman frammistöðu tveggja eða þriggja framherja okkar þá væri það ekki að skila miklu. Marcus Rashford, Jesse Lingard, Zlatan Ibrahimovic og Anthony Martial voru allir svipaðir,“ sagði Mourinho. Henrikh Mkhitaryan skoraði eina mark Manchester United í leiknum og það kom á 36. mínútu. United-liðið reyndi fimmtán önnur skot í leiknum án árangurs.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira