Körfubolti

Boston tryggði sér toppsætið | Þessi lið mætast í úrslitakeppninni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isiah Thomas og félagar í Boston urðu efstir í Austurdeildinni.
Isiah Thomas og félagar í Boston urðu efstir í Austurdeildinni. vísir/getty
Lokaumferð NBA-deildarinnar í körfubolta fór fram í nótt.

Boston Celtics tryggði sér toppsætið í Austurdeildinni með sigri á Milwaukee Bucks, 112-94. Á sama tíma tapaði Cleveland Cavaliers fyrir Toronto Raptors, 83-98, en meistararnir hvíldu sína lykilmenn í nótt.

Gerald Green skoraði 18 stig fyrir Boston sem mætir Chicago Bulls í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með öruggum sigri á Brooklyn Nets, 112-73.

Indiana Pacers tryggði sig einnig inn í úrslitakeppnina með því að vinna Atlanta Hawks á heimavelli, 104-86. Indiana mætir Cleveland í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Hassan Whiteside skoraði 24 stig og tók 18 fráköst þegar Miami Heat vann Washington Wizards, 110-102. Sigurinn dugði Miami þó ekki til að komast í úrslitakeppninni því Indiana og Chicago unnu bæði sína leiki.

Los Angeles Clippers varði 4. sætið í Vesturdeildinni með sigri á Sacramento Kings, 115-95. Clippers mætir Utah Jazz í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Vesturdeildarinnar:

Golden State - Portland

San Antonio - Memphis

Houston - Oklahoma

LA Clippers - Utah

Þessi lið mætast í 8-liða úrslitum Austurdeildarinnar:

Boston - Chicago

Cleveland - Indiana

Toronto - Milwaukee

Washington - Indiana

Úrslitin í nótt:

Boston 112-94 Milwaukee

Cleveland 83-98 Toronto

Chicago 112-73 Brooklyn

Indiana 104-86 Atlanta

Miami 110-102 Washington

LA Clippers 115-95 Sacramento

Orlando 113-109 Detroit

NY Knicks 114-113 Philadelphia

Memphis 93-100 Dallas

Houston 123-118 Minnesota

Oklhoma 105-111 Denver

Utah 101-97 San Antonio

Golden State 109-94 LA Lakers

Portland 100-103 New Orleans

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×