Mbappe hélt uppteknum hætti gegn Dortmund | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. apríl 2017 18:30 Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað til dagsins í dag vegna sprengjuárásar sem gerð var við rútu Dortmund-liðsins. Leikurinn í dag var mikil skemmtun eins og þessara liða er von og vísa. Monaco fékk vítaspyrnu á 17. mínútu en Fabinho skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar kom Mbappe Monaco yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Thomas Lemar. Mbappe var reyndar rangstæður þegar hann skoraði og markið átti því ekki að standa. Tíu mínútum fyrir hálfleik skoraði svo Sven Bender klaufalegt sjálfsmark og kom Monaco í 0-2. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Dortmund, gerði tvær breytingar í hálfleik og það hleypti nýju lífi í leik þýska liðsins. Ousmané Dembélé minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu og allt opið. Mbappe var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hann komst inn í slaka sendingu Lukasz Piszczek og skoraði af öryggi. Hans fjórða mark í síðustu þremur leikjum í Meistaradeildinni. Shinji Kagawa gaf Dortmund svo von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 2-3 með afar laglegu marki sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-3, Monaco í vil. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.Leik lokið: Monaco fer með sigur af hólmi, 2-3. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessum leik. Monaco er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli en það getur enn allt gerst.84. mín: 2-3!!! Kagawa með frábær tilþrif og minnkar muninn! Einstaklega vel að verki staðið hjá Japanum.79. mín: 1-3!!! Mbappé skorar sitt annað mark og kemur Monaco aftur tveimur mörkum yfir! Frakkinn ungi kemst inn í slaka sendingu Piszczek, leikur upp að vítateig og klárar færið frábærlega. Þvílíkt efni þessi strákur.75. mín: Falcao hársbreidd frá því að koma Monaco í 1-3! Lemar finnur Kólumbíumanninn sem leikur á Bürki en hittir svo ekki markið.70. mín: Tuttugu mínútur til leiksloka. Tekst Dortmund að jafna metin?57. mín: 1-2!!! Dembélé minnkar muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kagawa! Afar mikilvægt mark fyrir Dortmund.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar hjá Dortmund í hálfleik. Christian Pulisic og Nuri Sahin koma inn fyrir Bender og Schmelzer.Hálfleikur: Dortmund er í vondum málum. Thomas Tuchel þarf að koma með einhverja þrumuræðu í hálfleik.35. mín: 0-2!!! Sjálfsmark! Raggi sendir fyrir frá vinstri og Bender skallar boltann í eigið mark!31. mín: Fín sókn hjá Dortmund. Ginter finnur Kagawa inni í teignum en Japaninn skýtur framhjá. Hitti boltann illa.29. mín: Fyrir utan skotið frá Aubameyang hefur Dortmund ekki náð að ógna marki Monaco.19. mín: 0-1!!! Ungstirnið Mbappé kemur gestunum yfir! Lemar sendir fyrir og Mbappé fær boltann í sig og inn fer boltinn. Frakkinn er reyndar rangstæður og því á markið ekki að standa.17. mín: Framhjá!!! Fabinho skýtur framhjá úr vítinu! Þarna sleppa Dortmund-menn vel.16. mín: VÍTI!!! Sokratis brýtur á Mbappé og víti dæmt.11. mín: Aubameyang skýtur yfir úr þröngu færi. Gabonski markahrókurinn minnir á sig.Leikur hafinn: Dortmund byrjar með boltann.Fyrir leik: Það eru stór skörð höggvin í lið Monaco því það vantar báða bakverðina, Djibril Sidibé og Benjamin Mendy, og miðjumanninn Tiemoué Bakayoko.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Dortmund: Bürki; Ginter, Papastathopoulos, Bender; Piszczek, Weigl, Guerreiro, Schmelzer; Dembélé, Aubameyang, Kagawa.Monaco: Subasic; Touré, Glik, Jemerson, Raggi; Silva, Fabinho, Moutinho, Lemar; Falcao, Mbappé.Fyrir leik: Það má búast við fjörugum leik í dag en liðin hafa skorað samtals 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur.Fyrir leik: Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna sprengjuárásar við rútu Dortmund-liðsins. Marc Bartra, miðvörður Dortmund, slasaðist á hendi og gæti misst af restinni á tímabilinu.Fyrir leik:Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Borussia Dortmund og Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Franska undrabarnið Kylian Mbappe skoraði tvívegis þegar Monaco bar sigurorð af Borussia Dortmund, 2-3, í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í dag. Leikurinn átti upphaflega að fara fram í gærkvöldi en var frestað til dagsins í dag vegna sprengjuárásar sem gerð var við rútu Dortmund-liðsins. Leikurinn í dag var mikil skemmtun eins og þessara liða er von og vísa. Monaco fékk vítaspyrnu á 17. mínútu en Fabinho skaut framhjá. Tveimur mínútum síðar kom Mbappe Monaco yfir þegar hann skoraði af stuttu færi eftir sendingu frá Thomas Lemar. Mbappe var reyndar rangstæður þegar hann skoraði og markið átti því ekki að standa. Tíu mínútum fyrir hálfleik skoraði svo Sven Bender klaufalegt sjálfsmark og kom Monaco í 0-2. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Dortmund, gerði tvær breytingar í hálfleik og það hleypti nýju lífi í leik þýska liðsins. Ousmané Dembélé minnkaði muninn í 1-2 á 57. mínútu og allt opið. Mbappe var svo aftur á ferðinni á 79. mínútu þegar hann komst inn í slaka sendingu Lukasz Piszczek og skoraði af öryggi. Hans fjórða mark í síðustu þremur leikjum í Meistaradeildinni. Shinji Kagawa gaf Dortmund svo von fyrir seinni leikinn þegar hann minnkaði muninn í 2-3 með afar laglegu marki sex mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 2-3, Monaco í vil. Leiknum var lýst í beinni textalýsingu. Hana má lesa hér að neðan.Leik lokið: Monaco fer með sigur af hólmi, 2-3. Það er ekki hægt að kvarta mikið yfir þessum leik. Monaco er í fínni stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli en það getur enn allt gerst.84. mín: 2-3!!! Kagawa með frábær tilþrif og minnkar muninn! Einstaklega vel að verki staðið hjá Japanum.79. mín: 1-3!!! Mbappé skorar sitt annað mark og kemur Monaco aftur tveimur mörkum yfir! Frakkinn ungi kemst inn í slaka sendingu Piszczek, leikur upp að vítateig og klárar færið frábærlega. Þvílíkt efni þessi strákur.75. mín: Falcao hársbreidd frá því að koma Monaco í 1-3! Lemar finnur Kólumbíumanninn sem leikur á Bürki en hittir svo ekki markið.70. mín: Tuttugu mínútur til leiksloka. Tekst Dortmund að jafna metin?57. mín: 1-2!!! Dembélé minnkar muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Kagawa! Afar mikilvægt mark fyrir Dortmund.Seinni hálfleikur hafinn: Tvær breytingar hjá Dortmund í hálfleik. Christian Pulisic og Nuri Sahin koma inn fyrir Bender og Schmelzer.Hálfleikur: Dortmund er í vondum málum. Thomas Tuchel þarf að koma með einhverja þrumuræðu í hálfleik.35. mín: 0-2!!! Sjálfsmark! Raggi sendir fyrir frá vinstri og Bender skallar boltann í eigið mark!31. mín: Fín sókn hjá Dortmund. Ginter finnur Kagawa inni í teignum en Japaninn skýtur framhjá. Hitti boltann illa.29. mín: Fyrir utan skotið frá Aubameyang hefur Dortmund ekki náð að ógna marki Monaco.19. mín: 0-1!!! Ungstirnið Mbappé kemur gestunum yfir! Lemar sendir fyrir og Mbappé fær boltann í sig og inn fer boltinn. Frakkinn er reyndar rangstæður og því á markið ekki að standa.17. mín: Framhjá!!! Fabinho skýtur framhjá úr vítinu! Þarna sleppa Dortmund-menn vel.16. mín: VÍTI!!! Sokratis brýtur á Mbappé og víti dæmt.11. mín: Aubameyang skýtur yfir úr þröngu færi. Gabonski markahrókurinn minnir á sig.Leikur hafinn: Dortmund byrjar með boltann.Fyrir leik: Það eru stór skörð höggvin í lið Monaco því það vantar báða bakverðina, Djibril Sidibé og Benjamin Mendy, og miðjumanninn Tiemoué Bakayoko.Fyrir leik: Byrjunarliðin eru komin í hús og þau eru þannig skipuð:Dortmund: Bürki; Ginter, Papastathopoulos, Bender; Piszczek, Weigl, Guerreiro, Schmelzer; Dembélé, Aubameyang, Kagawa.Monaco: Subasic; Touré, Glik, Jemerson, Raggi; Silva, Fabinho, Moutinho, Lemar; Falcao, Mbappé.Fyrir leik: Það má búast við fjörugum leik í dag en liðin hafa skorað samtals 40 mörk í Meistaradeildinni í vetur.Fyrir leik: Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna sprengjuárásar við rútu Dortmund-liðsins. Marc Bartra, miðvörður Dortmund, slasaðist á hendi og gæti misst af restinni á tímabilinu.Fyrir leik:Góðan dag og velkomin í beina textalýsingu frá leik Borussia Dortmund og Monaco í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Í beinni: Fram - Valur | Bæta Framarar við fingrum á bikarinn? Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Íslenski boltinn „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Íslenski boltinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Fleiri fréttir „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Leik lokið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Ísak Andri lagði upp sigurmark Norrköping Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Kristian Nökkvi fær nýjan þjálfara hjá Ajax Cunha að ganga í raðir Man United Muslera með mark og Mourinho súr Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sjáðu nýja pabbann Dag skora gegn Messi og félögum „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð „Við elskum að spila hérna“ Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Fjögur mörk og tvö rauð í Grindavíkursigri í Laugardalnum Inter missti af gullnu tækifæri þegar Napoli missteig sig Meistararnir töpuðu en Real vann í hitaleik Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Sævar og Nóel fallnir úr dönsku úrvalsdeildinni Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Ísak kórónaði frábært tímabil með marki í lokaumferðinni Gummi Tóta skoraði fyrir armensku meistarana Sjá meira
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn
Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Íslenski boltinn