Freyr: Við mætum hingað aftur og grátum þá gleðitárum og ekkert kjaftæði Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. apríl 2017 19:35 Freyr Alexandersson er ósáttur. vísir/getty „Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson. EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
„Við áttum sæmilega kafla inn á milli en það sem var að gerast í vítateigunum hjá okkur var bara ekki gott. Við fáum á okkur furðuleg mörk og gerum mistök sem við gerum sjaldan.“ Þetta sagði sársvekktur Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Vísi í kvöld eftir 4-0 skell á móti Hollandi í Doetinchem. Íslenska liðið spilaði sinn versta leik í langan tíma og einn þann allra versta undir stjórn Freys. Hollendingar voru 1-0 yfir í fyrri hálfleik en markið kom eftir fast leikatriði, eitthvað sem íslenska liðið stefnir að því að vera best í á EM í sumar. „Fyrsta markið kemur eftir aukaspyrnu lengst utan að velli og við erum bara að horfa á boltann. Þetta setti svolítið tóninn fyrir það sem svo gerðist í leiknum. Í framhaldinu voru mistökin í báðum vítateignum mörg. Við vorum að fá okkur hálfgerð sprellimörk sem við annars fáum aldrei á okkur,“ segir Freyr.„Við viljum ekki fá á okkur svona mörk. Ég er alveg hundóánægður með þessi úrslit. Vondu kaflarnir voru virkilega vondir. Það er eitthvað sem ég er ósáttur við og hef áhyggjur af. Úrslitin skipta auðvitað ekki öllu máli en við vildum fá eitthvað til að læra af.“Verður öðruvísi í sumar Freyr segist eiga erfitt með að átta sig á ástæðu þess að liðið spilaði svona illa í kvöld. Leikurinn fór fram á velli sem liðið spilar á þegar það mætir Sviss á EM í sumar, gæti það haft áhrif? „Ég á rosalega erfitt með að setja fingur á það. Kannski skipti það máli að vera komin á EM-staðinn. Það er fín pæling. Ég hefði allavega viljað hafa allt öðruvísi í kvöld. Ég er samt ánægður með að þetta gerðist núna en ekki á EM. Þetta mun ekki gerast aftur,“ segir Freyr. „Mér fannst við bara stíga vitlaust til jarðar eftir að fá á okkur mark eftir fast leikatriði. Eftir það voru ákvarðanir í vítateignum bara skrítnar. Það hefur ekki verið vandamál fyrir okkur að verjast í eigin teig. Það hefur alltaf verið upp á tíu,“ segir Freyr. Eftir flottan leik á móti Slóvakíu fyrir helgi sem vannst 2-0 voru stelpurnar afskaplega slakar í kvöld. „Þetta var algjörlega svart og hvítt en vissulega var mótherjinn í kvöld allt öðruvísi og umhverfið líka. Það er virkilega góð umgjörð hérna og völlurinn er flottur. Þegar við mætum Sviss hérna í sumar verður þeta blá gryfja. Þá munum við gráta gleðitáum og ekkert kjaftæði,“ segir Freyr Alexandersson.
EM 2017 í Hollandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Sjá meira
Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur 4-0 og Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið í sumar. 11. apríl 2017 19:00