Þungir fangelsisdómar fyrir aðild að einu umfangsmesta fjársvikamáli hérlendis Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 11. apríl 2017 14:12 Málið er eitt það umfangsmesta sinnar tegundar hér á landi, en einn ákærðu er fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra. Hann er sagður hafa gegnt lykilhlutverki í málinu. vísir Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í dag átta manns sem ákærð voru fyrir aðild þeirra að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Þyngstu dómana hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Halldór var dæmdur í fjögurra ára fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára, og Steingrímur í skilorðsbundið tveggja og hálfs árs fangelsi. Hinir dómarnir voru vægari og skilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp klukkan 14 í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Má telja líklegt að skilorðsbinding dómanna komi til af því hve langan tíma rannsókn og málsmeðferð hefur tekið.Verjendur í málinu.vísir/eyþórSakborningarnir voru átta talsins; sex karlmenn og tvær konur og var málið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í um sjö ár. Halldór Jörgen var sagður hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og gegnt lykilhlutverki í málinu. Virðisaukaskattsvik áttmenninganna fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Brotavilji fólksins virðist hafa verið einbeittur ef marka má ákæruna. Samkvæmt henni voru svikin skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð Halldórs Jörgens. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrjú hinna átta voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara. VSK-málið Tengdar fréttir Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00 Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness sakfelldi í dag átta manns sem ákærð voru fyrir aðild þeirra að einu umfangsmesta fjársvikamáli sem upp hefur komið hér á landi. Þyngstu dómana hlutu þeir sem sagðir voru höfuðpaurar málsins; Halldór Jörgen Gunnarsson, fyrrverandi starfsmaður ríkisskattstjóra og Steingrímur Þór Ólafsson. Halldór var dæmdur í fjögurra ára fangelsi sem er skilorðsbundið til þriggja ára, og Steingrímur í skilorðsbundið tveggja og hálfs árs fangelsi. Hinir dómarnir voru vægari og skilorðsbundnir. Dómurinn var kveðinn upp klukkan 14 í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Má telja líklegt að skilorðsbinding dómanna komi til af því hve langan tíma rannsókn og málsmeðferð hefur tekið.Verjendur í málinu.vísir/eyþórSakborningarnir voru átta talsins; sex karlmenn og tvær konur og var málið til meðferðar hjá lögregluyfirvöldum og saksóknara í um sjö ár. Halldór Jörgen var sagður hafa í starfi sínu aðstoðað hina grunuðu við fjársvikin og gegnt lykilhlutverki í málinu. Virðisaukaskattsvik áttmenninganna fóru fram í nafni tveggja félaga, H91 ehf. og Ólafsson heildverslunar. Um var að ræða eins konar sýndarfyrirtæki sem stofnuð voru í þeim eina tilgangi að svíkja fé út úr skattkerfinu, en fólkinu tókst að svíkja út tæplega 300 milljónir króna af hinu opinbera. Brotavilji fólksins virðist hafa verið einbeittur ef marka má ákæruna. Samkvæmt henni voru svikin skipulögð af Steingrími Þór Ólafssyni og urðu að veruleika með aðstoð Halldórs Jörgens. Hin sex sáu meðal annars um að taka féð út úr banka og millifæra það milli félaganna tveggja. Þau fóru á níu mánaða tímabili, frá október 2009 til júlí 2010, hátt í 200 sinnum í útibú Arion banka og Íslandsbanka til að taka út 277 milljónir króna í reiðufé. Peningarnir hafa aldrei fundist, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þrjú hinna átta voru ákærð fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Rannsókn lögreglu var viðamikil og var húsleit gerð víða á meðan henni stóð. Að minnsta kosti níu voru handteknir í tengslum við málið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu lauk rannsókninni árið 2013 og fór málið í kjölfarið á borð ríkissaksóknara.
VSK-málið Tengdar fréttir Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30 Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00 Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00 Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59 Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Eftirlýstir af Interpol fyrir glæpi hérlendis Fjórir erlendir karlmenn eru eftirlýstir af alþjóðalögreglunni Interpol fyrir alvarleg brot sem þeir hafa framið hér á landi. Hinn fimmti, sem eftirlýstur var til skamms tíma, hefur nú verið handtekinn og situr í fangelsi í Líbanon. 8. október 2010 05:30
Átta ákærðir fyrir að hafa svikið hátt í 300 milljónir úr ríkinu Eitt umfangsmesta skattsvikamál Íslandssögunnar. 26. apríl 2016 09:00
Farið fram á að dómari víki sæti í umfangsmiklu skattsvikamáli Aðalmeðferð frestað. 16. janúar 2017 10:00
Steingrímur Þór var á leið til Íslands Steingrímur Þór Ólafsson var á leið til Íslands þar sem hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu þegar hann var handtekinn í Venezúela í gær. 29. september 2010 13:59
Skattsvikamálið: Gekkst við brotum þar sem hundruð milljóna króna komu við sögu Eitt stærsta skattsvikamál Íslandssögunnar var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 20. maí 2016 15:30