Møller Olsen gæti fengið tuttugu ára dóm fyrir málin Sæunn Gísladóttir skrifar 11. apríl 2017 06:00 Thomas Möller Olsen lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu í Héraðsdómi Reykjaness í gær. vísir/vilhelm Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“ Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Thomas Møller Olsen neitaði við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana. Þingfestingin fór fram klukkan eitt og sátu fréttamenn stærstu fjölmiðla landsins hana. Møller Olsen kom hulinn inn í salinn og tók ekki af sér teppið fyrr en dómarinn mætti. Þegar hann var beðinn að svara fyrir brot sín sagði hann á dönsku, ég er saklaus. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hann neitaði bæði manndrápsákærunni sem og stórfelldu fíkniefnalagabroti. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari segir breytta afstöðu Møllers Olsens til fíkniefnalagabrotsins hafa komið sér nokkuð á óvart en hann hafði játað brotið í yfirheyrslum lögreglu. Møller Olsen er sakaður um að hafa slegið Birnu ítrekað í andlit og höfuð, tekið hana kverkataki og hert kröftuglega að hálsi hennar hinn 14. janúar síðastliðinn. Þá hafi hann í framhaldinu varpað Birnu í sjó eða vatn með þeim afleiðingum að hún drukknaði. Á þingfestingunni mótmælti hann bótakröfum foreldra Birnu, sem fara fram á rúmar 10 milljónir hvort, með vísan til afstöðu sinnar.Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti.Mynd/AðsendKolbrún Benediktsdóttir hefur sagt að aðalmeðferð málsins gæti farið fram í maí. Ef Møller Olsen verður fundinn sekur þá gæti hann fengið meira en 16 ára fangelsisdóm. „Fyrir það fyrsta er hámarksrefsingin fyrir manndrápsbrot lífstíðarfangelsi. Þannig að það er hægt að dæma í lífstíðarfangelsi, en það eru engin fordæmi fyrir því,“ segir Jón Þór Ólason, lögmaður og lektor í refsirétti. „Það er einnig hægt að nota heimild í 79. grein hegningarlaga. Þar kemur fram að ef lög heimila aukna refsingu við broti, þá sé ekkert því til fyrirstöðu að dæma í allt að 20 ára fangelsi. Þegar um brotasamsteypu er að ræða þá er hægt að nota reglu um brotasamsteypu og heimila að dæma í lengra fangelsi. Það hefur verið nýtt.“ Hann segir ekki hægt að leggja mat á það hvort Møller Olsen muni fá meira en 16 ár. Sextán ár sé líkleg niðurstaða fyrir manndrápið. „En sé um alvarlegt hegningarlagabrot að ræða og annað stórfellt brot og sakfellt er fyrir þau bæði er heimilt að dæma í allt að 20 ára fangelsi.“
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27 Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55 Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15 Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Segir afstöðuna hafa komið á óvart Sakborningur í máli Birnu Brjánsdóttur lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu málsins í dag. 10. apríl 2017 14:27
Talinn hafa beitt Birnu ofbeldi í bifreiðinni og tekið hana kverkataki Grænlenski skipverjinn Thomas Møller Olsen hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. 9. apríl 2017 09:55
Thomas Møller lýsti yfir sakleysi sínu Thomas Moller Olsen var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu. 10. apríl 2017 13:15
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent