Dagur Kár: Með liðsheild og baráttu er hægt að færa fjöll og höf Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. apríl 2017 22:00 Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira
Dagur Kár Jónsson fór á kostum með liði Grindavíkur í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta. Þar mætti hann uppeldisfélagi sínu Stjörnunni og mörgum af sínum gömlu félögum. Kappinn skoraði 19 stig að meðaltali í leik í rimmunni á móti Stjörnunni auk þess sem hann tók ríflega þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali. Dagur fór upp alla yngri flokka Stjörnunnar áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Þegar annað tímabil Dags í Bandaríkjunum var hafið ákvað hann að koma heim og samdi við Grindavík sem var ekki spáð góðu gengi í vetur. Með Grindavík hefur Dagur blómstrað. Hann er í fjórtánda sæti yfir stigahæstu menn deildarinnar auk þess sem liðið er komið í úrslit þvert á allar spár. „Það höfðu ekki margir trú á okkur en við vissum sjálfir hversu góðir við vorum. Við náðum ekki alltaf að sýna það á tímabilinu en það eru allir búnir að spila vel í þessari úrslitakeppni og sýna hvað það er mikilvægt að hafa góða liðsheild. Það eru lið þarna betri á pappírnum heldur en við en við sýnum það að með baráttu og liðshjarta geturðu fært fjöll og höf,“ segir Dagur. Dagur segir það hafa hjálpa sér að undirbúa sig fyrir leikina gegn Stjörnunni að hann var að spila á móti uppeldisfélaginu. Hjá Stjörnunni var hann duglegur að æfa aukalega og má því segja að hann hafi alltaf verið á heimavelli í seríunni. „Það var gaman að koma aftur í Garðabæinn og sýna stuðningsmönnum þar hvað ég get í körfubolta. Ég hef ekki spilað þarna í tvö ár,“ segir hann. Úrslitarimman hefst á þriðjudaginn í næstu viku en þar mætir Grindavík annað hvort KR eða Keflavík. Staðan í þeirri rimmu er 2-1 fyrir KR en liðin mætast fjórða sinni í Keflavík annað kvöld. Það er ljóst að Grindvíkingar fá að minnsta kosti níu daga til að hvíla á milli undanúrslitanna og svo lokaúrslitanna en í hvað verður sú hvíld notuð? „Það er mikilvægt að nota fyrstu dagana í endurheimt og ná líkanum í gott stand aftur. Þetta er langt frí þannig það þarf að keyra allt í gang aftur fyrir úrslitarimmuna,“ segir Dagur Kár Jónsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Sjá meira