Bílskúrinn: Kveikt undir titilbaráttunni í Kína Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. apríl 2017 17:45 Mercedes liðið fagnar eftir kínverska kappasksturinn. Vísir/Getty Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. Heimsmeistarakeppnirnar eru því meira spennandi en oft áður. Í loftinu liggur að Ferrari og Mercedes skiptist á höggum allt tímabilið og sangaritarar eru þegar farnir að hripa niður sögulega baráttu Hamilton og Vettel. Var Vettel að fara að vinna? Hvernig er staðan á Red Bull og hvernig þróaðist dagurinn hjá Valtteri Bottas, sem líklegast vill gleyma helginni sem fyrst. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs á Vísi.Sebastian Vettel hefði hugsanlega geta unnið kínverska kappaksturinn.Vísir/GettyVar Vettel að fara að vinna keppnina?Á þornandi braut er alltaf erfitt að dæma um hvort rétt er að vera á milli-regndekkjum eða þurrdekkjum. Einungis Carlos Sainz á Toro Rosso ræsti á þurrdekkjum. Allir aðrir voru á milli-regndekkjum. Vettel kom inn á þjónustusvæðið þegar stafræni öryggisbíllinn var virkjaður eftir að Lance Stroll hafnaði utan brautar og strandaði í malargryfju. Hann var eini ökumaðurinn í toppbaráttunni sem tók áhættuna. Antonio Giovinazzi hafnaði á varnarvegg eftir að hafa misst Sauber bílinn upp í spól á ráskaflanum. Það þýddi að öryggisbíllinn var kallaður út og allir bílarnir leiddir í gegnum þjónustusvæðið á meðan Sauber bíllinn var hirtur upp af brautinni. Þá gátu ökumenn skipt á þurrdekkin, nánast án þess að tapa neinum tíma. Eitthvað sem hafði kostað Vettel talsverðan tíma skömmu áður. Leiða má líkur að því að ef Vettel hefði verið einn fremstu manna á þurrdekkjum eða að aðrir hefðu þurft að eyða sama tíma í að skipta yfir á þau hefði Vettel verið í betri stöðu til að berjast um sigur við Hamilton. Þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi kostaði Ferrari því almennilegt tækifæri til að gera atlögu að sigrinum í Kína.Valtteri Bottas gerðist sekur um hálf aulaleg mistök. Hann þurfti því að vinna sig upp listann aftur.Vísir/GettyByrjendamistök Valtteri BottasÞað eru fáir ökumenn undir meiri pressu en Valtteri Bottas þessi misserin. Hann þarf í fyrsta lagi að fylla í fótspor ríkjandi heimsmeistara og standa sig hjá Mercedes liðinu sem hefur unnið tvöfalt síðustu þrjú ár. Bottas er góður, það er enginn vafi um það og allir geta gert mistök, en að missa bílinn út af á meðan öryggisbíllinn er að stýra umferðinni er agalega vandræðalegt fyrir ökumann í Formúlu 1. Það er samt nákvæmlega það sem Bottas gerði. Hann tapaði mörgum sætum og þar með möguleikanum á að blanda sér í toppbaráttuna. Finninn vill sennilega gleyma því sem fyrst að kínverski kappaksturinn hafi átt sér stað. Eina sem Bottas getur tekið jákvætt frá liðinni helgi er að hann var að aka jafn hratt og Hamilton á löngum köflum í kappakstrinum. nú þarf hann að sauma saman fullkomna keppnishelgi til að sjá hvar hann stendur gagnvart Hamilton, Vettel og Kimi Raikkonen.Red Bull liðið skortir hraða í samanburði við Mercedes og Ferrari.Vísir/GettyHvernig er staðan á Red Bull liðinu?Bíll liðsins er kallaður RB13. Hann átti að boða ógæfu fyrir suma, samkvæmt yfirskrift kynningarinnar á honum. Svo virðist sem bíllinn sé ekki eins góður og menn voru að vona, hann er kannski ekki að valda öðrum en Red Bull liðinu sjálfu ógæfu. Afturendi bílsins virkar ekki sem skyldi og hann skortir niðurtog í samanburði við Ferrari og Mercedes. Skortur á niðurtogi útskýrist að vissu leyti af meðvitaðri ákvörðun hönnuða, til að reyna að vega á móti aflskorti Renault vélarinnar, gagnvart Ferrari og Mercedes vélunum. Það þýðir að bíllinn er málamyndun frá a-ö, sem er aldrei góð uppskrift í Formúlu 1. Gárungar spá því að Red Bull mæti í spænska kappaksturinn sem fer fram aðra helgina í maí með allt að því nýjan bíl. Liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna, sama hvað það kostar, bókstaflega.Kimi Raikkonen þarf líklega að hitta forseta Ferrari og útskýra slaka frammistöðu sína.Vísir/GettyKimi Raikkonen til skólastjóransSergio Marchionne, forseti Ferrari hefur óskað eftir fundi um frammistöðu Kimi Raikkonen í fyrstu tveimur keppnum ársins. Ferrari hefur stigið upp og sýnt að liðið getur eftir allt keppt við Mercedes í ár. Vettel vann fyrstu keppnina og hefði geta unnið aðra keppnina, í Kína með ögn meiri lukku. Raikkonen hefur á meðan vælt yfir bílnum og undirstýringu. Hann var stöðugt kvartandi í talstöðinni í Kína um helgina. Gripskortur og gagnrýni á keppnisáætlun liðsins var hans helsta umræðuefni. Maurizio Arrivabene sagði eftir keppnina: „Því meira sem þú talar, því minna getur þú keyrt.“ Það virðist afar lýsandi fyrir vandræði Raikkonen. Hann einblínir á hið neikvæða. Marchionne hefur gert að því skóna að Raikkonen hafi verið þreyttur þegar hann kom til Kína til að keppa. Hvað verður, veit enginn, vandi er um slíkt að spá. Raikkonen verður að stíga upp og sýna hvað í sér býr.Max Verstappen sýndi og sannaði hversu hæfileikaríkur hann er með afbragðs akstri í Kína.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarMax Verstappen, það er alveg gefið. Ofanritaður telur það varla þurfa frekari útskýringa við. En það er nú sjálfsögð kurteisi að færa rök fyrir máli sínu. Hann ræsti 16. af stað eftir afleidda tímatöku þar sem vélin hjá Verstappen gekk á fjórum strokkum. Hann var orðinn sjöundi eftir fyrsta hring. Vá, hvílíkur ökumaður. Hann endaði svo þriðji.Hann kann vel við sig á rökum brautum og sýndi hæfileika sína aftur um helgina. Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35 Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í kínverska kappakstrinum. Hann jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna og Mercedes tók forystuna í heimsmeistarakeppni bílasmiða með eins stigs forskot á Ferrari. Heimsmeistarakeppnirnar eru því meira spennandi en oft áður. Í loftinu liggur að Ferrari og Mercedes skiptist á höggum allt tímabilið og sangaritarar eru þegar farnir að hripa niður sögulega baráttu Hamilton og Vettel. Var Vettel að fara að vinna? Hvernig er staðan á Red Bull og hvernig þróaðist dagurinn hjá Valtteri Bottas, sem líklegast vill gleyma helginni sem fyrst. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs á Vísi.Sebastian Vettel hefði hugsanlega geta unnið kínverska kappaksturinn.Vísir/GettyVar Vettel að fara að vinna keppnina?Á þornandi braut er alltaf erfitt að dæma um hvort rétt er að vera á milli-regndekkjum eða þurrdekkjum. Einungis Carlos Sainz á Toro Rosso ræsti á þurrdekkjum. Allir aðrir voru á milli-regndekkjum. Vettel kom inn á þjónustusvæðið þegar stafræni öryggisbíllinn var virkjaður eftir að Lance Stroll hafnaði utan brautar og strandaði í malargryfju. Hann var eini ökumaðurinn í toppbaráttunni sem tók áhættuna. Antonio Giovinazzi hafnaði á varnarvegg eftir að hafa misst Sauber bílinn upp í spól á ráskaflanum. Það þýddi að öryggisbíllinn var kallaður út og allir bílarnir leiddir í gegnum þjónustusvæðið á meðan Sauber bíllinn var hirtur upp af brautinni. Þá gátu ökumenn skipt á þurrdekkin, nánast án þess að tapa neinum tíma. Eitthvað sem hafði kostað Vettel talsverðan tíma skömmu áður. Leiða má líkur að því að ef Vettel hefði verið einn fremstu manna á þurrdekkjum eða að aðrir hefðu þurft að eyða sama tíma í að skipta yfir á þau hefði Vettel verið í betri stöðu til að berjast um sigur við Hamilton. Þriðji ökumaður Ferrari, Giovinazzi kostaði Ferrari því almennilegt tækifæri til að gera atlögu að sigrinum í Kína.Valtteri Bottas gerðist sekur um hálf aulaleg mistök. Hann þurfti því að vinna sig upp listann aftur.Vísir/GettyByrjendamistök Valtteri BottasÞað eru fáir ökumenn undir meiri pressu en Valtteri Bottas þessi misserin. Hann þarf í fyrsta lagi að fylla í fótspor ríkjandi heimsmeistara og standa sig hjá Mercedes liðinu sem hefur unnið tvöfalt síðustu þrjú ár. Bottas er góður, það er enginn vafi um það og allir geta gert mistök, en að missa bílinn út af á meðan öryggisbíllinn er að stýra umferðinni er agalega vandræðalegt fyrir ökumann í Formúlu 1. Það er samt nákvæmlega það sem Bottas gerði. Hann tapaði mörgum sætum og þar með möguleikanum á að blanda sér í toppbaráttuna. Finninn vill sennilega gleyma því sem fyrst að kínverski kappaksturinn hafi átt sér stað. Eina sem Bottas getur tekið jákvætt frá liðinni helgi er að hann var að aka jafn hratt og Hamilton á löngum köflum í kappakstrinum. nú þarf hann að sauma saman fullkomna keppnishelgi til að sjá hvar hann stendur gagnvart Hamilton, Vettel og Kimi Raikkonen.Red Bull liðið skortir hraða í samanburði við Mercedes og Ferrari.Vísir/GettyHvernig er staðan á Red Bull liðinu?Bíll liðsins er kallaður RB13. Hann átti að boða ógæfu fyrir suma, samkvæmt yfirskrift kynningarinnar á honum. Svo virðist sem bíllinn sé ekki eins góður og menn voru að vona, hann er kannski ekki að valda öðrum en Red Bull liðinu sjálfu ógæfu. Afturendi bílsins virkar ekki sem skyldi og hann skortir niðurtog í samanburði við Ferrari og Mercedes. Skortur á niðurtogi útskýrist að vissu leyti af meðvitaðri ákvörðun hönnuða, til að reyna að vega á móti aflskorti Renault vélarinnar, gagnvart Ferrari og Mercedes vélunum. Það þýðir að bíllinn er málamyndun frá a-ö, sem er aldrei góð uppskrift í Formúlu 1. Gárungar spá því að Red Bull mæti í spænska kappaksturinn sem fer fram aðra helgina í maí með allt að því nýjan bíl. Liðið ætlar að blanda sér í toppbaráttuna, sama hvað það kostar, bókstaflega.Kimi Raikkonen þarf líklega að hitta forseta Ferrari og útskýra slaka frammistöðu sína.Vísir/GettyKimi Raikkonen til skólastjóransSergio Marchionne, forseti Ferrari hefur óskað eftir fundi um frammistöðu Kimi Raikkonen í fyrstu tveimur keppnum ársins. Ferrari hefur stigið upp og sýnt að liðið getur eftir allt keppt við Mercedes í ár. Vettel vann fyrstu keppnina og hefði geta unnið aðra keppnina, í Kína með ögn meiri lukku. Raikkonen hefur á meðan vælt yfir bílnum og undirstýringu. Hann var stöðugt kvartandi í talstöðinni í Kína um helgina. Gripskortur og gagnrýni á keppnisáætlun liðsins var hans helsta umræðuefni. Maurizio Arrivabene sagði eftir keppnina: „Því meira sem þú talar, því minna getur þú keyrt.“ Það virðist afar lýsandi fyrir vandræði Raikkonen. Hann einblínir á hið neikvæða. Marchionne hefur gert að því skóna að Raikkonen hafi verið þreyttur þegar hann kom til Kína til að keppa. Hvað verður, veit enginn, vandi er um slíkt að spá. Raikkonen verður að stíga upp og sýna hvað í sér býr.Max Verstappen sýndi og sannaði hversu hæfileikaríkur hann er með afbragðs akstri í Kína.Vísir/GettyÖkumaður keppninnarMax Verstappen, það er alveg gefið. Ofanritaður telur það varla þurfa frekari útskýringa við. En það er nú sjálfsögð kurteisi að færa rök fyrir máli sínu. Hann ræsti 16. af stað eftir afleidda tímatöku þar sem vélin hjá Verstappen gekk á fjórum strokkum. Hann var orðinn sjöundi eftir fyrsta hring. Vá, hvílíkur ökumaður. Hann endaði svo þriðji.Hann kann vel við sig á rökum brautum og sýndi hæfileika sína aftur um helgina.
Formúla Tengdar fréttir Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35 Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00 Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji. 9. apríl 2017 07:35
Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína. 9. apríl 2017 15:00
Hamilton: Þessi barátta við Ferrari er raunveruleg Lewis Hamilton vann sinn fimmta kínverska kappakstur í dag. Hann jafnaði Sebastian Vettel að stigum. Hver sagði hvað eftir keppnina? 9. apríl 2017 08:29