Upp komast svik Jón Sigurðsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurðsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sögur hafa gengið um einkavæðingu Landsbanka og Búnaðarbanka. Orð stóð gegn orði. Nú hefur ónefndur maður afhent gögn sem virðast upplýsa margt varðandi Búnaðarbankann og S-hópinn. Undirritaður var á sínum tíma stjórnarmaður í Samvinnutryggingum/Andvöku og varamaður í stjórn VÍS og sat fundi í undirbúningi málsins. Vilhjálmur Bjarnason, núv. alþingismaður, hefur haft rétt fyrir sér um það að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi ekki lagt fé í þessi viðskipti. Þó höfðu fulltrúar Société Générale sagt annað áður. Annað mál er að sölu Búnaðarbankans andmæltu aðrir sem vildu fá góðan bita af kökunni.Málsatvik virðast þessi:1. Menn úr S-hópnum settu upp blekkingavef á síðustu stundu. – Einkavæðingarnefnd var blekkt, svo og aðrir fulltrúar fyrirtækja í S-hópnum, ásamt öðrum sem málinu tengdust. Við þetta voru notaðir starfsmenn sem ekki fengu að sjá neitt samhengi eða heildarmynd.2. Lögð var áhersla á að S-hópurinn legði fram verulegt eigið fé. – Nú má sjá að fjármagn, sem á vantaði, kom frá öðru íslensku fjármálafyrirtæki, en þessu var leynt.3. Sérstaklega var ætlast til að erlent fjármagn kæmi með og þá frá ótengdum aðila. – Blekkingum var beitt um þetta.4. Gert var ráð fyrir að Búnaðarbankinn starfaði áfram sem sjálfstætt fyrirtæki. – Annað íslenskt fjármálafyrirtæki yfirtók bankann í raun þá þegar.5. Þessi viðskipti áttu að vera opinber og algerlega gegnsæ. – Nú má sjá að blekkingaslaufu var brugðið um viðskiptin í lokin, með viðkomu á Tortóla, og verulegar þóknanir runnu til einstaklinga.6. Sagt er að skrifstofuhúsnæði fyrir Framsóknarflokkinn tengist þessu en ekki liggur fyrir hvernig þau tengsl kunna að hafa verið. Vitað var um bláþræði í einkavæðingu bankanna. Fallið var frá dreifðri sölu og þrýst á að hraða verkum. Aðeins fimm tilboð bárust og matsaðilar töldu aðeins tvö þeirra tæk. Hæsta boði var ekki tekið í annan bankann. Ómálefnaleg afskipti virðast hafa ráðið miklu varðandi báða bankana. Þessar nýju upplýsingar virðast eyða vafa um margt. Allt er þetta skammarlegt. Hugsanleg lögbrot kunna að vera fyrnd. En réttum upplýsingum skal fagna, – svo og málagjöldum.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar