Kanna hversu mörgum kosningaloforðum Trump hefur framfylgt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. apríl 2017 15:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju. Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira
Á fréttavef DR - Danska ríkisútvarpsins - hafa kosningaloforð Donald Trump, Bandaríkjaforseta, verið tekin saman og hversu mörg loforð hafi verið efnd á þeim hundrað dögum sem forsetinn hefur verið í embætti. Forsetinn setti fram tuttugu og átta loforð þegar hann var í kosningabaráttu og skrifaði undir samning við bandarísku þjóðina að efna þessi loforð. Af þessum 28 loforðum hafa fimm verið efnd. Að hætta við bann Obama og leyfa framkvæmdir á Keystone olíuleiðslunum, ævilangt bann starfsmanna Hvíta hússins að starfa fyrir útlenskar ríkisstjórnir og fimm ára bann að starfa með þrýstihópum eftir ráðningu þeirra, að Bandaríkin hætti viðskiptum við Kyrrahafsþjóðirnar og kjósa staðgengil fyrir Scalia hæstaréttardómara. Sex loforð eru í vinnslu, til að mynda að hætta takmörkunum í iðnaði, hætta fjárframlögum til loftlagsverkefna, flytja burt meira en tvær milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi og byggja upp herinn. Átta loforð hafa verið sett á bið, til að mynda múrinn sem á að reisa við landamæri Mexíkó og að leggja niður Obamacare. Dregið hefur verið úr fjórum loforðum. Til dæmis verður skólaval barna ekki gert alveg frjálst eins og loforðið sagði til um. Hætt hefur verið við fimm loforð. Það er ráðningarbann á opinbera starfsmenn en það féll úr gildi eftir nítíu daga setu Trump í embætti. Hætt hefur verið við að fella allar óstjórnarskrárbundnar ákvarðanir Obama úr gildi enda enginn gjörningur að efna slíkt loforð. Trump hefur ekkert minnst á loforð sín um að takmarka lengd þingmennsku og að útlenskir þrýstihópar megi ekki styðja kosningarbaráttu í Bandaríkjunum. Og í fimmta lagi hefur Trump opinberlega sagst hafa skipt um skoðun um að Kína verði formlega stimplað sem land sem handstýrir gjaldmiðli sínum til að veikja dollarann. Enda þykir það ljóst að Kínverjar hafi hætt allri slíkri iðju.
Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Sjá meira