Erlent

Trump segir átta ára árás á byssueigendur lokið

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Forseti Bandaríkjanna stendur með byssueigendum.
Forseti Bandaríkjanna stendur með byssueigendum. Nordicphotos/AFP
Átta ára árás bandarískra stjórnvalda gegn byssueigendum er nú lokið. Þetta sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ávarpaði Landssamband skotvopnaeigenda (NRA) í gær, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan gegndi því embætti á níunda áratugnum.

„Alríkisstofnanir munu ekki lengur beina sjónum sínum að löghlýðnum byssueigendum. Ríkisstjórnin mun ekki lengur reyna að grafa undan réttindum og frelsi Bandaríkjamanna,“ sagði forsetinn. Þess í stað myndi ríkisstjórn hans vinna með byssueigendum.

Hundraðasti dagur Trumps á valdastóli er í dag. Greinir CNN, sem Trump hefur reyndar sagt flytja „mjög falskar fréttir“, frá því að með ávarpinu reyni hann að vinna sér inn traust bandarískra íhaldsmanna sem gætu hafa snúið baki við honum eftir að hann skipti meðal annars um skoðun á Kínverjum og árásum á Sýrland. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×