Halldór Jóhann: Við ætlum að selja okkur dýrt Smári Jökull Jónsson skrifar 27. apríl 2017 22:08 Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH. Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari FH var hæstánægður að leik loknum í kvöld enda hans lið komið í úrslit Olís-deildarinnar eftir að hafa lagt Aftureldingu að velli. „Ég er virkilega ánægður. Við sýnum gríðarlegan kraft, sérstaklega í seinni hálfleik þegar við slítum þá frá okkur. Liðsheildin er frábær og allir að leggja í púkkið. Það er það sem þetta snýst um, að allir séu klárir á sínu hlutverki og að leggja af mörkum þar sem hann á að gera og kannski aðeins meira, sagði Halldór Jóhann í samtali við Vísi eftir leikinn í kvöld. Afturelding mætti alls ekki tilbúið í leik númer tvö hjá liðunum þar sem FH fór langt með leikinn í fyrri hálfleik. Annað var uppi á teningunum í kvöld því Mosfellingar mættu grimmir til leiks og höfðu forystu í upphafi. Var Halldór búinn að búa lið sitt undir þessa stöðu? „Klárlega, þeir spiluðu ekki vel í fyrri hálfleik síðast en vel í seinni hálfleik. Við vissum að þeir myndu koma með kraft, mikinn líkamlegan kraft varnarlega og reyna að slá okkur út af laginu. Við áttum í erfiðleikum sóknarlega, ræddum málin í hálfleik og vissum að það væri ekkert alvarlegt búið að gerast, við værum bara að tapa með einu marki.“ „Við þurftum að halda einbeitingunni, ná þéttleika í vörninni og fá auðveld mörk. Um leið og vörnin var farin að standa og Ágúst Elí farinn að taka sína bolta þá kom þetta,“ bætti Halldór Jóhann við. Vörn FH hefur verið lykilatriði í árangri liðsins í vetur og var það áfram í einvíginu gegn Aftureldingu. „Það hefur verið sagt að sóknarleikur getur unnið leiki en vörnin titla. Við þurfum að halda okkar plani, við höfum verið að gera það og vinna leiki á liðsheildinni. Það er enginn einn að skera sig úr og menn þekkja sín takmörk og sín hlutverk. Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur.“ „Bæði liðin eru erfið og þegar þú ert kominn í einvígi þar sem þú þarft að ná þremur sigrum þá getur svo margt gerst. Við erum fullir tilhlökkunar og hrikalega ánægðir að vera komnir í úrslitaeinvígið. Við ætlum að selja okkur dýrt,“ sagði Halldór Jóhann að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15 Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Sjá meira
Umfjöllun: FH - Afturelding 23-19 | FH sópaði Aftureldingu og er komið í úrslit FH er komið í úrslit Olís-deildar karla í handknattleik eftir 23-19 sigur á Aftureldingu í Kaplakrika í kvöld. FH vinnur því einvígið 3-0 og mætir Val eða Fram í úrslitum. 27. apríl 2017 22:15