Útgáfufélag Fréttatímans skuldar Gunnari Smára 40 milljónir króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2017 10:20 Gunnar Smári setti 40 milljónir í útgáfufélag Fréttatímans á sínum tíma. vísir/stefán Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, skuldar Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins og útgefanda blaðsins, 40 milljónir króna en samtals nema skuldir útgáfufélagsins 200 milljónum króna að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að félagið Vogabakki ehf., Michael Jenkins og Gunnar Smári séu stærstu kröfuhafar Morgundags. Félagið skuldi hverjum aðila fyrir sig 40 milljónir króna en eigendur Vogabakka ehf. eru þeir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. Fréttatíminn hefur ekki komið út síðan þann 7. apríl síðastliðinn en daginn áður greindi Fréttablaðið frá því að nýir aðilar væru að koma inn í eigendahóp Fréttatímans. Samhliða því myndi Gunnar Smári hætta afskiptum sínum af blaðinu. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag fara líkurnar á því að blaðið verði endurreist með innkomu nýrra aðila hins vegar minnkandi þó að margir hafa undanfarið skoðað það að koma með einhverjum hætti að rekstrinum. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og um seinustu mánaðamót var ekki hægt að greiða tíu starfsmönnum blaðsins laun. RÚV greindi svo frá því nú í vikunni að starfsmennirnir hefðu ekki enn fengið greitt.Uppfært klukkan 13:21: Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóra Morgundags ehf., gerir athugasemd við frétt Vísis, sem byggð er á umfjöllun Viðskiptablaðsins, og segir að Gunnar Smári Egilsson eigi ekki 40 milljóna króna kröfu á útgáfufélag Fréttatímans. Valdimar vill þó ekki útskýra málið nánar þar sem hann segist ekki hafa frekari heimildir til að þess að gefa upplýsingar um skuldastöðu félagsins. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist 12. apríl 2017 08:00 Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Morgundagur ehf., útgáfufélag Fréttatímans, skuldar Gunnari Smára Egilssyni, fyrrverandi ritstjóra blaðsins og útgefanda blaðsins, 40 milljónir króna en samtals nema skuldir útgáfufélagsins 200 milljónum króna að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Í frétt Viðskiptablaðsins segir að félagið Vogabakki ehf., Michael Jenkins og Gunnar Smári séu stærstu kröfuhafar Morgundags. Félagið skuldi hverjum aðila fyrir sig 40 milljónir króna en eigendur Vogabakka ehf. eru þeir Hallbjörn Karlsson og Árni Hauksson. Fréttatíminn hefur ekki komið út síðan þann 7. apríl síðastliðinn en daginn áður greindi Fréttablaðið frá því að nýir aðilar væru að koma inn í eigendahóp Fréttatímans. Samhliða því myndi Gunnar Smári hætta afskiptum sínum af blaðinu. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins í dag fara líkurnar á því að blaðið verði endurreist með innkomu nýrra aðila hins vegar minnkandi þó að margir hafa undanfarið skoðað það að koma með einhverjum hætti að rekstrinum. Rekstur Fréttatímans hefur verið þungur undanfarna mánuði og um seinustu mánaðamót var ekki hægt að greiða tíu starfsmönnum blaðsins laun. RÚV greindi svo frá því nú í vikunni að starfsmennirnir hefðu ekki enn fengið greitt.Uppfært klukkan 13:21: Valdimar Birgisson, framkvæmdastjóra Morgundags ehf., gerir athugasemd við frétt Vísis, sem byggð er á umfjöllun Viðskiptablaðsins, og segir að Gunnar Smári Egilsson eigi ekki 40 milljóna króna kröfu á útgáfufélag Fréttatímans. Valdimar vill þó ekki útskýra málið nánar þar sem hann segist ekki hafa frekari heimildir til að þess að gefa upplýsingar um skuldastöðu félagsins.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00 Tap Fréttatímans nam 151 milljón og tífaldaðist 12. apríl 2017 08:00 Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Fréttatíminn fær nýja eigendur Nýir aðilar eru á leið inn í eigendahóp Fréttatímans og verður tilkynnt um breytt eignarhald á næstu dögum, samkvæmt heimildum. 6. apríl 2017 06:00
Tíu starfsmenn Fréttatímans hafa ekki fengið útborgað Fréttatíminn gefur ekki út blað á laugardag. Óljóst er með frekari útgáfu á meðan endurskipulagning á rekstri stendur yfir. 6. apríl 2017 22:01