Minntist eiginmanns síns: „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier“ Atli Ísleifsson skrifar 26. apríl 2017 15:03 Etienne Cardiles ræddi ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Vísir/AFP „Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan. Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
„Ég finn ekki fyrir hatri, Xavier, þar sem það væri ekki líkt þér,“ sagði Etienne Cardiles, eiginmaður lögreglumannsins Xavier Jugelé, sem var skotinn til bana á Champs-Élysées í síðustu viku, við sérstaka minningarathöfn um Jugelé í París í gær. Í hjartnæmri ræðu sagði Cardiles að þegar fyrstu fréttir bárust um að lögreglumanni hafi verið ráðinn bani á Champs-Élysées hafi lítil rödd innra með honum sagt að um Xavier væri að ræða. Cardiles sagðist ekki finna fyrir hatri og gerði hann orð Antoine Leiris þar að sínum, en eiginkona Leiris var ein þeirra sem lét lífið inni á tónleikastaðnum Bataclan í hryðjuverkaárásinni í París í nóvember 2015. Jugelé hafði einmitt verið á vakt nálægt Bataclan þegar sú árás átti sér stað. „Þetta hatur, Xavier, ég ber það ekki í brjósti þar sem það er ekki það sem þú myndir finna. Þar sem það myndi stangast á við allt sem fékk hjarta þitt til að slá og ástæður þess að þú gekkst til liðs við lögregluna,“ sagði Cardiles og bætti við að það hafi verið sannfæring Xavier að aðstoða og vernda aðra. Jugelé barðist ötullega fyrir réttindum hinsegin fólks og fór tvívegis til Grikklands til að starfa sem sjálfboðaliði við að aðstoða flóttafólk. Cardiles ræddi einnig ást Jugelé á tónlist, kvikmyndum og leikhúsi. Rifjaði hann upp þegar Jugelé spilaði lög Britney Spears í botni og varði heilu dögunum í kvikmyndahúsum til að æfa sig í ensku. „Þú lifðir eins og stjarna, þú kveður eins og stjarna,“ sagði Cardiles. Sjá má brot úr ræðunni að neðan.
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Sjá meira
Ögrar hryðjuverkamönnunum með hjartnæmum skilaboðum um látna eiginkonu sína Helene Muyal-Leiris, eiginkona Antoine, var ein þeirra 89 sem féllu í árásinni á Bataclan í París á föstudag. 19. nóvember 2015 08:21