Serena greindi óvart frá óléttunni: „Ólétt eða ekki átti ég að vinna mótið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. apríl 2017 10:30 Serena Williams vann opna ástralska meistaramótið ólétt. vísir/getty/snapchat Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams. Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskona heims, hefur opinberað að hún greindi óvart frá því að hún væri ólétt. Það stóð ekki til. Serena setti mynd af sér með huggulega barnabumbu á samfélagsmiðilinn Snapchat og skrifaði undir: „20 vikur.“ Myndin átti aldrei að fara á alla aðdáendur hennar.Sjá einnig:Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum „Ég var bara að taka myndir vikulega fyrir sjálfa mig að eiga en að þessu sinni gerði ég smá mistök,“ segir Serena. BBC greinir frá.Þessi mynd fór óvart á Snapchat.mynd/snapchatSerena komst að því að hún væri ólétt aðeins tveimur dögum fyrir opna ástralska meistaramótið í janúar. Með barni fór hún alla leið og vann systur sína, Venus Williams, í úrslitaleiknum og fagnaði sínum 23. risatitli sem er met. „Það var ekki auðvelt. Maður heyrir sögur um konur sem eru óléttar og hvernig þeim líður illa, þær verða þreyttar og stressaðar. Ég varð bara að setja allar þessar tilfinningar í bréfpoka og henda honum,“ segir Serena. „Hvort sem ég var ólétt eða ekki þá vissi enginn af því og ég átti að vinna mótið. Það búast allir við því að ég vinni þegar ég spila. Það eru eiginlega stærri fréttir ef ég tapa.“ Serena hefur ákveðið að taka sér frí út árið en hún er ákveðin í því að snúa aftur á næsta ári og halda áfram að safna titlum. „Það er klárt að ég kem aftur. Ég er ekki hætt. Ef systir mín getur enn þá spilað þá get ég það. Að vera móðir verður bara nýr hluti af mínu lífi. Barnið mitt verður vonandi í stúkunni að hvetja mig áfram,“ segir Serena Williams.
Tennis Tengdar fréttir Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00 Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sjá meira
Serena svarar rúmenska rasistanum og rugludallinum Ilie Nastase velti fyrir sér hvort fyrsta barn Serenu Williams yrði "súkkulaði með mjólk.“ 25. apríl 2017 08:00