Le Pen og félagar stilla miðið á Macron Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. apríl 2017 12:50 Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafinn og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Marine Le Pen að dæma. Vísir/Getty Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí. Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Miðjumaðurinn Emmanuel Macron er hrokafullur og enginn föðurlandssvinur ef marka má orð eins helsta ráðgjafa Marine Le Pen. Kosningabaráttan fyrir seinni umferð frönsku forsetakosninganna er strax hafin og verður hún hörð af ummælum ráðgjafa Le Pen að dæma. Reuters greinir frá. Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð kosninganna sem haldnar voru í gær. Hlaut hann 23,8 prósent atkvæða. Þjóðernissinninn Le Pen hlaut 21,5 prósent atkvæða en þar sem enginn frambjóðandi hlaut 50 prósent atkvæða eða meira verður kosið á milli þeirra eftir tvær vikur. Spár gera ráð fyrir að Macron muni einnig sigra í seinni umferðinni en frambjóðendurnir munu nú reyna að vinna stuðning þeirra sem kusu aðra frambjóðendur en þau tvö. Macron hélt sigurræðu sína í gær og virðist hún hafa farið öfugt ofan í Florian Philippot, varaformann Frönsku þjóðfylkingarinnar, flokks Le Pen. Gagnrýndi hann Macron fyrir bakgrunn sinn sem starfsmaður fjárfestingabanka og sem efnahagsmálaráðherra Francois Hollande, núverandi forseta Frakklands. „Emmanuel er ekki föðurlandsvinur. Hann seldi ríkisfyrirtæki. Hann gagnrýndi franska menningu,“ sagði Philippot og gagnrýndi hann Macron fyrir að hafa látið eins og hann væri þegar orðinn forseti í sigurræðu sinni. „Þetta var ósmekklegt gagnvart frönsku þjóðinni.“ Francois Fillon, frambjóðandi hægri manna sem var þriðji í fyrri umferðinni, hefur þegar lýst yfir stuðningi við Macron og segir hann að fari Le Pen með sigur muni það einungis færa frönsku þjóðinni „óhamingju og óeiningu.“ Þá hefur Benoit Hamon, frambjóðandi sósíalista, einnig lýst yfir stuðningi við Macron auk þess sem að forsætisráðherra Frakklands, Bernard Cazeneuve, hefur gert slíkt hið sama. Síðari umferð forsetakosninganna verður haldin 7. maí.
Frakkland Tengdar fréttir Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30 Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Velgengni Macron styrkti evruna Evran hefur hækkað um 1,5% gagnvart helstu viðskiptamyntum sínum í kvöld eftir að útgönguspár í Frakklandi birtust nú um klukkan 18 að íslenskum tíma. 23. apríl 2017 19:30
Macron efstur í fyrri umferð forsetakosninganna Miðjumaðurinn Emmanuel Macron bar sigur úr býtum í fyrri umferð forsetakosninganna í nót 24. apríl 2017 07:45