Andstæðingar fylkja sér að baki Macron: Le Pen sigri hrósandi Oddur Ævar Gunnarsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. apríl 2017 19:50 Francois Fillon, ásamt eiginkonu sinni, Penelope Fillon. Vísir/EPA Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“ Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Leiðtogar franskra Repúblikana og leiðtogar Sósíalista, hvetja stuðningsmenn sína til þess að fylkja sér á bak við miðjumanninn Emmanuel Macron, eftir að útgönguspár gáfu til kynna að það verða Macron og Marine Le Pen, frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem munu mætast í seinni umferð forsetakosninganna í Frakklandi, þann 7. maí næstkomandi. Í tilkynningu frá Francois Fillon, forsetaframbjóðanda Repúblikana, segir að það sé ekki í blóði Fillon að halda sig heima og að það muni hann heldur ekki gera í komandi kosningum. „Sérstaklega ekki á tímum sem þessum, þar sem öfgaflokkur er jafn nálægt því að ná völdum og nú. Þjóðfylkingin er vel þekkt fyrir ofbeldi og hatur. Stefna þeirra mun steypa Evrópu í glötun og því ekkert annað í stöðunni en að kjósa Emmanuel Macron.“ Þannig hafa leiðtogar í Sósíalistaflokknum, sem virðist hafa hlotið afhroð í forsetakosningunum einnig talað með sama hætti. Frambjóðandi þeirra, Benoit Hamon, sem að því er virðist fékk sex prósenta fylgi í kosningunum hvetur Frakka til þess að kjósa Macron.Ég hvet alla til þess að berjast gegn öfgaöflum hægrisins og til þess að berjast fyrir Macron. Ég geri greinarmun á andstæðing í stjórnmálum og óvini lýðveldisins. Jean Luc Mélencholn, frambjóðandi vinstrihreyfingarinnar La France Insoumise, lengst til vinstri á kvarða franskra stjórnmála, segir að niðurstöður kosninganna séu enn ekki ljósar og því hefur hann ekki tjáð sig um fyrstu tölur.Le Pen sigri hrósandiFrambjóðandi frönsku Þjóðfylkingarinnar, Marine Le Pen, var sigri hrósandi þegar hún mætti á fjöldasamkomu með stuðningsfólki sínu, nú í kvöld, eftir að fyrstu útgönguspár bárust. „Þið hafið fleytt mér áfram í næstu umferð kosninganna. Mig langar til að þakka ykkur frá mínum dýpstu hjartarótum. Fyrsta skref frönsku þjóðarinnar í átt að L´Elysée hefur verið stigið. Þetta eru sögulegar niðurstöður.“ „Þetta er einnig til marks um franskt stolt, til marks um að fólk sé hætt að lúta höfði. Það hefur ekki farið framhjá neinum að kerfið hefur reynt hvað það getur til að koma í veg fyrir þá rökræðu sem verður að eiga sér stað. Franska þjóðin stendur frammi fyrir einföldu vali: annað hvort höldum við áfram í átt að fullkomnu valdaleysi, eða við veljum Frakkland.“ „Nú getið þið valið alvöru breytingar. Þetta er það sem ég legg til; alvöru breytingar. Það er kominn tími til að frelsa frönsku þjóðina undan oki hrokafullrar yfirstéttar sem vill stjórna því hvernig Frakkar eigi að haga sér. Því jú, ég er frambjóðandi fólksins.“
Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira