Brynjar Þór: Höfum gert þetta margoft áður Smári Jökull Jónsson skrifar 21. apríl 2017 21:25 Brynjar Þór Björnsson skoraði 18 stig fyrir KR í kvöld. vísir/ernir Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson setti niður mikilvægar þriggja stiga körfur og skoraði 18 stig í ótrúlegum sigri KR gegn Grindavík í kvöld. KR getur tryggt sér titilinn á heimavelli á mánudag. „Sanngjarnt eða ekki, við tökum sigurinn. Grindvíkingarnir spiluðu frábærlega og Lewis Clinch var auðvitað frábær og Ólafur Ólafsson líka. Þeir börðust fyrir öllu og létu okkar hafa fyrir öllum fráköstum. Þeir eru gríðarlega sterkir og ég tek hattinn ofan fyrir þeim en ég tek sigurinn allan daginn,“ sagði Brynjar Þór Björnsson í samtali við Vísi strax að leik loknum. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust í 20-4 í upphafi. KR kom hins vegar til baka áður en fyrsti leikhluti var á enda en voru að elta nær allan leikinn. „Ég held að við höfum kannski verið værukærir, vorum yfir og þú veist að þú átt heimavöllinn inni. Ég fann það sjálfur að ég var svona aðeins rólegri. Þeir byrjuðu á stórskotasýningu í byrjun en þristarnir sem þeir voru að setja voru svakalegir og það datt allt með þeim.“ „Mér fannst við tækla það vel og við brotnuðum ekki heldur drógum djúpt andann og fundum hvað virkaði. Við komum okkur aftur inn í leikinn og síðan var þetta í lokin ákveðin heppni. Það þurfa margir hlutir að gerast þegar þú ert 10 stigum undir, og það gerðist í kvöld,“ bætti Brynjar við en Philip Alawoya skoraði ótrúlega sigurkörfu þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. KR-liðið er hokið af reynslu og sýndi það og sannaði í kvöld að það skiptir máli í leikjum eins og þeim í kvöld. „Þetta er karakterinn í liðinu og við höfum gert þetta margoft áður að koma til baka í fjórða leikhluta. Þegar við stígum aðeins upp og förum að spila betri vörn þá eiga lið erfitt með að skora. Þeir fóru aðeins frá sínu og hættu að hitta skotunum. Við stoppuðum sóknarfráköstin í lokin sem var lykilatriði.“ KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á mánudaginn þegar liðin mætast í þriðja sinn í Vesturbænum. Þeir voru einmitt í sömu stöðu í fyrra en töpuðu þá þriðja leiknum gegn Haukum. „Ég man í fyrra þá vorum við 2-0 yfir og mættum frekar værukærir. Það er hrikalega gaman að spila þegar bikarinn er kominn í hús og þú veist að ef þú vinnur þá lyftir þú bikarnum. Af reynslunni að dæma munum við mæta aðeins klárari en í fyrra og sjá til þess að bikarinn fari á loft á mánudaginn,“ sagði Brynjar Þór að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - KR 88-89 | KR komið í 2-0 eftir ótrúlega sigurkörfu KR er komið í 2-0 í einvíginu gegn Grindavík eftir ótrúlegan sigur á Grindavík suður með sjó í kvöld. KR getur tryggt sér sigurinn á heimavelli á mánudag. 21. apríl 2017 21:45
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli