Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 13:12 Marine Le Pen á góða möguleika á að komast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Vísir/EPA Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25