Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 09:25 Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Vísir/AFP Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld. Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Lögreglumaður var skotinn til bana og tveir særðust í skotárás í frönsku höfuðborginni París í gærkvöldi. Árásin átti sér stað á sama tíma og rætt var við frönsku forsetaframbjóðendurna í sjónvarpi en fyrri umferð kosninganna fer fram á sunnudag. Þetta vitum við um árásina:Lögreglumaður var skotinn til bana á verslunargötunni Champs-Élysées í París gærkvöldi.Fyrst bárust fréttir um að tveir lögreglumenn hafi verið myrtir, en það er ekki rétt.Tveir lögreglumenn og erlendur ferðamaður særðust einnig í árásinni. Enginn þeirra ku vera í lífshættu.Pierre-Henry Brandet, talsmaður franska innanríkisráðuneytsins, segir að bíl hafi verið ekið að lögreglubíl nálægt Franklin Roosevelt neðanjarðarlestarstöðinni um klukkan 21 að staðartíma og hafi ökumaðurinn hafið skothríð og drepið lögreglumann. Árásarmaðurinn skaut svo að lögreglu á flótta sínum og særði tvo, auk ferðamanns.Árásarmaðurinn var skotinn til bana þegar hann reyndi að flýja af vettvangi. Champs-Élysées allri var lokað í kjölfar árásarinnar og var viðbúnaður sömuleiðis mikill í hliðargötum. Þyrlur lögreglu sveimuðu yfir svæðið.Árásarmaðurinn er sagður 39 ára franskur ríkisborgari. Hann hafði árið 2005 verið dæmdur í fangelsi fyrir morðtilræði gegn þremur lögreglumönnum.Hryðjuverkasamtökin ISIS hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á síðunni Amaq.Lögreglan gerði húsleit á heimili í Seine-et-Marne, sem er rétt fyrir utan París, og var eins manns leitað í tengslum við árásina. Sá hefur nú gefið sig fram við lögreglu í Belgíu. Óvíst er hvort sá tengist árásinni.Lögregla hefur handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins.Talsmaður innanríkisráðuneytisins segir ljóst að lögregla hafi verið skotmark árásarmannsins, en að of snemmt sé að segja til um ástæður árásarinnar.Að svo stöddu er talið að einungis sé um einn árásarmann að ræða, þó að ekkert sé útilokað í þeim efnum á þessari stundu.Saksóknarar rannsaka málið sem hryðjuverkaárás. Francois Hollande Frakklandsforseti segir einnig að árásin beri einkenni hryðjuverkaárásar.Forsetaframbjóðendurnir Marine Le Pen og Francois Fillon hafa greint frá því að þau hafi nú gert hlé á kosningabaráttu sinni vegna árásarinnar, en Benoît Hamon, Jean-Luc Mélenchon og Emmanuel Macron segjast munu halda sinni áfram og segja það mikilvægt fyrir lýðræðið í landinu. Kosningabaráttunni lýkur formlega í kvöld.
Frakkland Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58