Madrídarslagur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. apríl 2017 10:15 Eyrnastór er í boði fyrir sigurvegarann. vísir/afp Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira
Það verður endurtekning á úrslitaleik Meistaradeildarinnar í fyrra í undanúrslitum þetta tímabilið því Madrídarliðin Real og Atlético drógust saman í undanúrslitunum. Dregið var til undanúrslitanna í höfuðstöðvum Nyon í Sviss í dag. Þar komu Evrópumeistararnir fyrstir upp úr skálinni. Real vann Atlético í úrslitum í fyrra og einnig árið 2014. Í hinum leiknum mætast spútniklið Monaco og Ítalíumeistarar Juventus sem voru síðast í úrslitum fyrir tveimur árum þegar þeir töpuðu fyrir Barcelona í Berlín. Sigurvegarinn úr viðureign Juventus og Monaco verður á heimavelli í úrslitaleiknum á Þúsaldarvellinum í Cardiff þegar hann fer fram 3. júní. Fyrri leikirnir í undanúrslitum fara fram 2. og 3. maí. Hér að neðan má fylgjast með textalýsingu blaðamanns frá drættinum.Undanúrslitin: Real Madrid - Atletico Madrid Monaco - Juventus10.19 Sigurvegarinn úr rimmu Monaco og Juventus telst sem heimaliðið í úrslitaleiknum í Cardiff þann 3. júní.10.18 Rush gat ekki opnað þriðju kúluna. Marchetto kom til aðstoðar. Monaco kom upp úr krafsinu. Monaco gegn Juventus.10.17Real gegn Atletico Madrid. Ekki endurtekning á spænska úrslitaleiknum í Meistaradeildinni.10.17 Af stað! Real Madrid fyrst upp úr skálinni.10.15 Rush gefur álit sitt á liðunum fjórum. Skemmtilegt spjall á milli Marchetti og Rush. Við skulum vona að Rush gangi betur að opna kúlurnar en síðast. Hann var í smá basli með það.10.13 Walesverjinn Ian Rush er kallaður upp á svið. Hann er sendiherra Cardiff vegna úrslitaleiksins sem fer þar fram í vor.10.12 Marchetto fordæmir sprengjutilræðið á liðsrútu Dortmund, en í morgun var verðbréfasali handtekinn sem ætlaði að gengisfella virði Dortmund með því að myrða sem flesta leikmenn liðsins, eins ótrúlega og það kann að hljóma. Meira um það hér.10.11 Giorgio Marchetti, sérfræðingur UEFA í svona málum, er kominn upp á svið til að stýra drættinum.10.10 Butrgueno bendir á að Real Madrid sé í undanúrslitunum sjöunda árið í röð og vilji verða fyrsta liðið sem vinnur Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð.10.08 Þá koma fjórir öflugir upp á svip. Pavel Nedved (Juventus), Ludovic Giuly (Monaco), Emilio Butragueno (Real Madrid) og Clemente Villaverde (Atletico Madrid).10.06 Þá koma stemningsmyndböndin. Byrjað á Monaco, einu allra skemmtilegasta liði Meistaradeildarinnar í vetur.10.03 Við byrjum á myndbandi sem sýnir svipmyndir frá Cardiff, þar sem úrslitaleikurinn fer fram í vor.10.02 Pedro Pinto er mættur og þá getur þetta loksins farið at stað. Það verður þó sjálfsagt einhver bið enn eftir drættinum sjálfum enda venjan að byggja upp smá stemningu í salnum með góðum gestum og upphitunarmyndböndum.10.00 Klukkan slær tíu og við bíðum spennt eftir því að athöfnin hefjist. Ekkert er byrjað enn en það hlýtur að styttast í það.09.44 Atlético Madrid kveður heimavöll sinn, Vincente Calderón, eftir þetta tímabil þannig leikur liðsins heima í undanúrslitum Meistaradeildarinnar verður síðasti Evrópuleikurinn á þessum skemmtilega velli.09.35 Monaco er líklega liðið sem kemur hvað flestum á óvart að sé komið alla leið í undanúrslitin en það lagði Manchester City í 16 iða úrslitum og Dortmund í átta liða úrslitum. Monaco er einfaldlega eitt allra skemmtilegasta fótboltalið Evrópu í dag. Það er á toppnum í Frakklandi þar sem það er búið að skora 90 mörk í 32 leikjum.09.30 Real Madrid og Atlético mættust í úrslitaleiknum í fyrra og þar hafði Real betur alveg eins og þegar sömu lið mættust árið 2014. Atlético er nú fimmta árið í röð komið í undanúrslitin. Juventus spilaði til úrslita árið 2015 og tapaði þá fyrir Barcelona. Gamla konan hefndi fyrir það með því að leggja Börsunga í undanúrslitum.09.30 Góðan daginn. Það er hálftími í að veislan hefjist í Nyon þar sem dregið verður til undanúrslita í Meistaradeildinni. Liðin sem eftir eru í pottinum eru Real Madrid, Atlético Madrid, Juventus og Monaco.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sjá meira