Eiríkur Bergmann: Óvíst hvort Macron verði forseti með mikið áhrifavald Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2017 10:46 Emmanuel Macron var sigri hrósandi í gær. Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“ Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Sigur Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi er sigur fyrir hefðbundið evrópskt frjálslynt lýðræði. Óvíst er þó hvort að hann muni hafa mikil áhrif sem forseti þar sem flokkur hans á ekkert sæti á þingi. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessors í stjórnmálafræði, en Macron vann stærri sigur en spár gerðu ráð fyrir. Hlaut hann 66,1 prósent atkvæða gegn 33,9 prósent fylgi Marine Le Pen, frambjóðanda Frönsku þjóðfylkingarinnar. „Mótbylgjan gegn þjóðernispopúlisma Le Pen hefur vaxið og sigurinn er þar af leiðandi stærri en kannski annars hefði verið,“ segir Eiríkur í samtali við Vísi. Sigur Macron sé hluti af vaxandi andstöðu við slíkum popúlisma sem hafi einnig sýnt sig í þingkosningunum í Hollandi þar sem þjóðernispopúlistaflokki Geert Wilders gekk verr en spár gerðu ráð fyrir. „Þetta er hluti af því, þetta sjokk sem margir verða fyrir þegar Donald Trump er kosinn forseti Bandaríkjanna. Aðgerðir kalla á mótaðgerðir,“ segir Eiríkur og bendir á að framboði Macron hafi verið stillt upp sem frjálslyndu andsvari við íhaldssamri þjóðernishyggju.Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræðivisir/EyþórFranska þjóðfylkingin fer vaxandi Eiríkur bendir einnig á að þrátt fyrir ósigur Le Pen sé úrslit kosninganna langbesti árangur Frönsku þjóðfylkingarinnar í kosningum í Frakklandi. Flokkurinn var stofnaður árið 1972 og hefur bætt við sig fylgi hægt og bítandi undanfarin ár. „Þetta er besti árangur flokksins sem er mjög harður þjóðernispopúlistaflokkur og er stærsti stjórnarandstöðuflokkur Frakklands. Þannig að menn mega ekki gleyma því heldur að flokkurinn hefur vaxið þrátt fyrir að hún nái ekki þeim árangri að sigra í kosningunum,“ segir Eiríkur Bergmann. Macron tekur við embætti í næstu viku og mun þá líklega útnefna forsætisráðherra áður en þingkosningar verða haldnar í júní. Flokkur Macron, sem er tiltölulega nýr, á ekkert sæti á þingi og telur Eiríkur ólíklegt að Macron nái meirihluta á þingi, það muni hafa sín áhrif. „Fyrir hann er þetta bara forleikur,“ segir Eiríkur. „Þingið er allt eftir og það er ekki víst að hann nái meirihluta á þingi. Það er raunar fjarlægur möguleiki að það geti gerst.“„Ef annar meirihluti myndast í þinginu þá er það forsætisráðherrann sem er hinn raunverulegi pólitiski forystumaður í Frakklandi. Það er ekkert víst að hann verði forseti með mikið áhrifavald.“
Frakkland Tengdar fréttir Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26 Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40 Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Fleiri fréttir Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Sjá meira
Sigurræða Macron: „Við munum ekki láta undan óttanum“ Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands, ávarpaði um fimmtánþúsund manns sem saman voru komnir við Louvre-safnið í París í kvöld. 7. maí 2017 21:26
Trump óskar Macron til hamingju Forsetinn óskaði Macron „til hamingju með stóran sigur,“ og bætti við að hann „hlakkaði mjög til að vinna með honum.“ Athygli vekur að í viðtali við Associated Press í apríl sagði Trump Le Pen "sterkasta“ frambjóðandann. 7. maí 2017 19:40
Hvorki leki né dræm kjörsókn gat stöðvað Macron Emmanuel Macron var spáð sigri í frönsku forsetakosningunum strax og fyrstu tölur birtust. Hann tekur við embætti þann 14. maí næstkomandi. Macron sagði nýjan kafla skrifaðan í sögu landsins. Le Pen vill leiða stjórnarandstöðuna. 8. maí 2017 07:00
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21