Le Pen heitir því að halda baráttunni áfram Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2017 19:22 Marine Le Pen. Vísir/AFP Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, til hamingju með sigurinn. The Independent greinir frá. Le Pen ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu og sagði að franska þjóðin hefði kosið „óslitinn þráð“ og óskaði Macron góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir. Le Pen sagði niðurstöður kosninganna „sögulegar“ og „tilkomumiklar“ fyrir hægri væng franskra stjórnmála. Töluvert fleiri greiddu Þjóðfylkingunni atkvæði sitt nú en þegar faðir Le Pen, Jean-Marie, bauð sig fram til forseta árið 2002. Þá sagðist hún ætla að leiða fylkingu þjóðernissinna gegn alþjóðasinnum og að næstu fimm árin myndi hún berjast fyrir „franskri samsemd.“ Í ræðu sinni sagði Le Pen að Þjóðfylkingin þyrfti á yfirhalningu að halda. Hún hét því að „leiða baráttuna“ í frönsku þingkosningunum, sem fram fara í næsta mánuði. „Þjóðfylkingin verður að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga til þess að grípa þetta sögulega tækifæri og standast væntingar frönsku þjóðarinnar,“ var haft eftir henni. Sérfræðingar telja að Le Pen geri tilraun til að forðast kynþáttafordómastimipilinn, sem lengi hefur loðað við Þjóðfylkinguna, og stofni nýja stjórnmálahreyfingu í kringum skilin á milli þjóðernissinna og alþjóðasinna. Frakkland Tengdar fréttir Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Marine Le Pen hefur játað ósigur í frönsku forsetakosningunum eftir að fyrstu tölur birtust í dag. Hún óskaði Emmanuel Macron, sigurvegara kosninganna, til hamingju með sigurinn. The Independent greinir frá. Le Pen ávarpaði stuðningsmenn sína fyrir stuttu og sagði að franska þjóðin hefði kosið „óslitinn þráð“ og óskaði Macron góðs gengis með áskoranirnar sem Frakkland stendur frammi fyrir. Le Pen sagði niðurstöður kosninganna „sögulegar“ og „tilkomumiklar“ fyrir hægri væng franskra stjórnmála. Töluvert fleiri greiddu Þjóðfylkingunni atkvæði sitt nú en þegar faðir Le Pen, Jean-Marie, bauð sig fram til forseta árið 2002. Þá sagðist hún ætla að leiða fylkingu þjóðernissinna gegn alþjóðasinnum og að næstu fimm árin myndi hún berjast fyrir „franskri samsemd.“ Í ræðu sinni sagði Le Pen að Þjóðfylkingin þyrfti á yfirhalningu að halda. Hún hét því að „leiða baráttuna“ í frönsku þingkosningunum, sem fram fara í næsta mánuði. „Þjóðfylkingin verður að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga til þess að grípa þetta sögulega tækifæri og standast væntingar frönsku þjóðarinnar,“ var haft eftir henni. Sérfræðingar telja að Le Pen geri tilraun til að forðast kynþáttafordómastimipilinn, sem lengi hefur loðað við Þjóðfylkinguna, og stofni nýja stjórnmálahreyfingu í kringum skilin á milli þjóðernissinna og alþjóðasinna.
Frakkland Tengdar fréttir Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Hamingjuóskum rignir yfir Macron Þjóðarleiðtogar heimsins keppast nú við að óska næsta frakklandsforseta til hamingju með sigurinn. 7. maí 2017 18:43
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21