Aldrei hafa fleiri reynt við Everest-tind Atli Ísleifsson skrifar 6. maí 2017 14:45 Everest er 8.848 metra hátt. Vísir/EPA Aldrei hafa fleiri lagt leið sína til Nepals í þeim tilgangi að reyna að komast á tind Everest, hæsta fjalls í heimi, en í ár. Alls hafa nepölsk yfirvöld úthlutað 371 leyfi til útlendinga til að reyna að komast alla leið. Vilborg Arna Gissurardóttir er ein þeirra sem hyggst klífa tindinn og verða þar með fyrsta íslenska konan til að afreka slíkt, en þetta er í þriðja sinn sem hún reynir að komast á toppinn. Sjerpar á fjallinu hafa barist við mikinn vind og snjókomu síðustu daga, sem hefur torveldað allan undirbúning að sögn Gyanendra Shrestha, talsmanns yfirvalda sem staddur er í grunnbúðunum. Verið er að festa og tryggja reipi í um átta þúsund metra hæð á þeim stað áður en haldið er síðasta spölinn á tindinn. Talið er að þeir fyrstu munu reyna við tindinn á sunnudag. Í frétt Washington Post segir að auk þeirra 371 útlendinga sem hafa fengið úthlutað leyfi til að klífa tindinn, eru jafn margir sjerpar sem munu fylgja þeim. Því er ljóst að það gæti orðið mjög margt um manninn og biðraðir myndast. Alls fengu 289 fjallgöngumenn úthlutað leyfi á síðasta ári. Metfjöldi leyfa í ár er rakinn til þess að það voru margir sem sneru aftur í ár eftir að hafa þurft frá að hverfa árið 2014 og 2015. Leiðinni á tindinn var lokað árið 2015 eftir að nítján fórust og 61 slasaðist í snjóflóði sem varð vegna mikils jarðskjálfta í Nepal í maímánuði. Árið 2014 fórst sextán sjerpar í snjóflóði. Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Aldrei hafa fleiri lagt leið sína til Nepals í þeim tilgangi að reyna að komast á tind Everest, hæsta fjalls í heimi, en í ár. Alls hafa nepölsk yfirvöld úthlutað 371 leyfi til útlendinga til að reyna að komast alla leið. Vilborg Arna Gissurardóttir er ein þeirra sem hyggst klífa tindinn og verða þar með fyrsta íslenska konan til að afreka slíkt, en þetta er í þriðja sinn sem hún reynir að komast á toppinn. Sjerpar á fjallinu hafa barist við mikinn vind og snjókomu síðustu daga, sem hefur torveldað allan undirbúning að sögn Gyanendra Shrestha, talsmanns yfirvalda sem staddur er í grunnbúðunum. Verið er að festa og tryggja reipi í um átta þúsund metra hæð á þeim stað áður en haldið er síðasta spölinn á tindinn. Talið er að þeir fyrstu munu reyna við tindinn á sunnudag. Í frétt Washington Post segir að auk þeirra 371 útlendinga sem hafa fengið úthlutað leyfi til að klífa tindinn, eru jafn margir sjerpar sem munu fylgja þeim. Því er ljóst að það gæti orðið mjög margt um manninn og biðraðir myndast. Alls fengu 289 fjallgöngumenn úthlutað leyfi á síðasta ári. Metfjöldi leyfa í ár er rakinn til þess að það voru margir sem sneru aftur í ár eftir að hafa þurft frá að hverfa árið 2014 og 2015. Leiðinni á tindinn var lokað árið 2015 eftir að nítján fórust og 61 slasaðist í snjóflóði sem varð vegna mikils jarðskjálfta í Nepal í maímánuði. Árið 2014 fórst sextán sjerpar í snjóflóði.
Everest Fjallamennska Nepal Tengdar fréttir Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Fegurð á fegurð ofan hjá Vilborgu Örnu í Nepal Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og heimsmethafi, er mætt til Nepal og hefur sett 4. maí 2017 22:52