Hjónum með tvö ung börn vísað frá borði og hótað fangelsisvist Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:22 Í myndbandinu sést Brian reyna að ræða við starfsfólk en án árangurs. Skjáskot Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð. Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira
Karlmaður frá Suður-Kaliforníu segir að hann og fjölskylda sín hafi verið rekin úr flugvél flugvélagsins Delta eftir að þau neituðu að gefa eftir sæti sem tveggja ára sonur þeirra var í, en sætið hafði upprunalega verið keypt fyrir son þeirra á unglingsaldri. Brian og Brittany Schear voru í næturflugi frá Maui á Hawaii til Los Angeles í Kaliforníu þegar þau lentu í rifrildi við starfsmenn flugfélagsins sem sögðu að þau yrðu að láta sætið af hendi fyrir einhvern annan. „Ég borgaði fyrir sætið,“ heyrist Schear segja við starfsmenn í myndbandi sem hann birti sjálfur á YouTube síðu sinni. Þar útskýrir hann að hann hafi upprunalega keypt sætið fyrir 18 ára son sinn en hafi sent unglinginn fyrr heim með öðru flugi svo að yngri sonurinn hefði sæti um borð í vélinni. „Þetta er næturflug. Hann mun ekki sofa nema hann sé í bílstólnum sínum. Annars þyrfti hann að sitja í fanginu á konunni minni, myndi skríða út um allt og það er ekki öruggt.“ Auk þess tveggja ára voru hjónin með annað barn sitt meðferðis sem er eins árs. Í myndbandinu sést öryggisvörður vara hjónin við því að ef þau verði ekki að óskum flugfélagsins yrði þeim vísað frá borði og þá handtekin. Ástæðan fyrir brottvísuninni var sú að miðinn fyrir sætinu hafði verið skráður á nafn þess 18 ára en ekki þess tveggja ára.Atvikið átti sér stað þann 23. apríl síðastliðinn en komst í fréttir eftir að Brian Schear deildi sjálfur myndbandi af því á YouTube á miðvikudag. Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.Sögðu börnin öruggari í fangi foreldra Seinna í myndbandinu sést annar öryggisvörður segja að samkvæmt Flugmálastjórn Bandaríkjanna mætti sonurinn ekki vera sjálfur í sæti í flugi og þyrfti að sitja hjá foreldri. Reyndi Schear að útskýra að í flugi fjölskyldunnar til Hawaii hefði barnið verið í bílstól. Raunar hafði öryggisvörðurinn rangt fyrir sér. Flugmálastjórn Bandaríkjanna segir að viðurkenndir bílstólar séu öruggastir fyrir ung börn í flugi. Ástæðan er sú að foreldrar geti ekki tryggt öryggi barnanna með handafli ef veruleg ókyrrð skapast í flugi. Á vefsíðu sinni hvetur Delta farþega sína meira að segja til að tryggja öryggi barna í flugi með því að hafa þau í þartilgerðum bílstólum. Að lokum spurði maðurinn hvort þau mættu vera áfram ef barnið sæti í kjöltu foreldris en allt kom fyrir ekki og var þeim vísað frá borði. Boðið að fá endurgreitt Delta hefur beðist afsökunar á uppákomunni. „Við biðjumst velvirðingar á þeirri óheppilegu reynslu sem viðskiptavinir okkar urðu fyrir hjá Delta, við höfum haft samband við þau og boðist til að endurgreiða þeim ferðakostnað og umframkostnað. Markmið Delta er að vinna alltaf með viðskiptavinum og komast að sameiginlegri niðurstöðu þegar upp koma vandamál. Það gerðist ekki í þessu tilfelli og við biðjumst afsökunar,“ segir í yfirlýsingu frá flugfélaginu. Töluvert hefur verið um fréttir af hrakförum flugfarþega undanfarnar vikur. Þar hefur hæst borið mál læknisins David Dao sem var dreginn með valdi úr vél United Airlines eftir að í ljós kom að vélin var yfirbókuð.
Fréttir af flugi Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent Fleiri fréttir Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Sjá meira