Obama lýsir yfir stuðningi við Macron Samúel Karl Ólason skrifar 4. maí 2017 13:41 Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Vísir/AFP Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi sem fara fram á sunnudaginn. Hann segir kosningarnar vera mikilvægar og að velgengni Frakklands skipti allan heiminn miklu máli. Hann sagði enn fremur að hann og Macron hefðu rætt saman nýlega og að hann hefði dáðst að kosningabaráttu hans. Stuðningsyfirlýsingu Obama má sjá hér að neðan en lauslega þýtt sagði hann: „Ég hef ávallt verið þakklátur fyrir vinskap frönsku þjóðarinnar og þeirra vinnu sem við unnum saman þegar ég var forseti Bandaríkjanna. Ég stefni ekki á að koma að mörgum kosningum, nú þegar ég þarf ekki að bjóða mig fram til embættis aftur, en frönsku kosningarnar eru mjög mikilvægar framtíð Frakklands og framtíðar þeirra gilda sem skipta okkur svo miklu. Velgengni Frakklands skiptir allan heimin máli. Ég hef dáðst að kosningabaráttu Emmanuel Macron. Hann hefur staðið fyrir frjálslynd viðhorf. Hann býr yfir framtíðarsýn fyrir hið mikilvæga hlutverk Frakklands í Evrópu og um allan heimin og hann er staðráðinn í að byggja upp betri framtíð fyrir íbúa Frakklands. Hann höfðar til vona fólks en ekki ótta þeirra og ég naut þess að ræða nýverið við Emmanuel um sjálfstæða hreyfingu hans og framtíðarsýn hans fyrir Frakkland. Ég veit að þið standið frammi fyrir miklum áskorunum og ég vil að allir vinir mínir í Frakklandi viti hve mikið ég óska ykkur velfarnaðar. Vegna þess hve mikilvægar þessar kosningar eru vil ég einnig að þið vitað að ég styð Emmanuel Macron í að leiða ykkur fram á við. En Marche, Viva le France.“ Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira
Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron í forsetakosningunum í Frakklandi sem fara fram á sunnudaginn. Hann segir kosningarnar vera mikilvægar og að velgengni Frakklands skipti allan heiminn miklu máli. Hann sagði enn fremur að hann og Macron hefðu rætt saman nýlega og að hann hefði dáðst að kosningabaráttu hans. Stuðningsyfirlýsingu Obama má sjá hér að neðan en lauslega þýtt sagði hann: „Ég hef ávallt verið þakklátur fyrir vinskap frönsku þjóðarinnar og þeirra vinnu sem við unnum saman þegar ég var forseti Bandaríkjanna. Ég stefni ekki á að koma að mörgum kosningum, nú þegar ég þarf ekki að bjóða mig fram til embættis aftur, en frönsku kosningarnar eru mjög mikilvægar framtíð Frakklands og framtíðar þeirra gilda sem skipta okkur svo miklu. Velgengni Frakklands skiptir allan heimin máli. Ég hef dáðst að kosningabaráttu Emmanuel Macron. Hann hefur staðið fyrir frjálslynd viðhorf. Hann býr yfir framtíðarsýn fyrir hið mikilvæga hlutverk Frakklands í Evrópu og um allan heimin og hann er staðráðinn í að byggja upp betri framtíð fyrir íbúa Frakklands. Hann höfðar til vona fólks en ekki ótta þeirra og ég naut þess að ræða nýverið við Emmanuel um sjálfstæða hreyfingu hans og framtíðarsýn hans fyrir Frakkland. Ég veit að þið standið frammi fyrir miklum áskorunum og ég vil að allir vinir mínir í Frakklandi viti hve mikið ég óska ykkur velfarnaðar. Vegna þess hve mikilvægar þessar kosningar eru vil ég einnig að þið vitað að ég styð Emmanuel Macron í að leiða ykkur fram á við. En Marche, Viva le France.“
Frakkland Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Sjá meira