Vagga börnum og blómum – Stefnumótun hjá Kópavogsbæ Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun