Vagga börnum og blómum – Stefnumótun hjá Kópavogsbæ Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir skrifar 4. maí 2017 07:00 Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Theódóra S. Þorsteinsdóttir Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Sjá meira
Þorsteinn Valdimarsson skáld bjó lengi í Kópavogi og orti fallegan lofsöng um bæinn sinn. Þar segir m.a.: „Vagga börnum og blómum – borgin hjá vogunum tveimur“. Vissulega er Kópavogur bær barna og blóma. Uppbygging samfélagsins hefur verið ævintýri líkust og frá 1990 hefur íbúafjöldinn tvöfaldast. Það gefur augaleið að til að stýra svo hröðum samfélagsbreytingum er gríðarlega mikilvægt að hafa skýra sýn til framtíðar um það hvernig samfélag við viljum búa fólki og fyrirtækjum hér í Kópavogi til að tryggja hagsæld og velferð allra sem hér búa og starfa. Í málefnasamningi núverandi meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs frá því í júní 2014 er skýrt ákvæði um að setja af stað stefnumótunarferli þar sem lykilatriði er samtal milli lýðræðislegra kjörinna fulltrúa annars vegar og starfsmanna bæjarins hins vegar. Um verkefnið náðist þverpólitísk samstaða og vinnan hófst í október 2016. Verkefnið er talsvert óvenjulegt og þarna er ekki tjaldað til einnar nætur því ráðinn var verkefnisstjóri stefnumótunar á skrifstofu bæjarstjórnar til að sinna eingöngu þessu verkefni. Rannsóknir sýna að það sem ræður úrslitum er einmitt innleiðingin og eftirfylgnin á þeirri stefnu sem hefur verið mótuð. Bæjarfulltrúar eru 11 talsins, úr 5 flokkum, sem spanna allt pólitíska litrófið. Eðli málsins samkvæmt er það bæjarstjórnin sem mótar framtíðarsýn og meginmarkmið – nokkurs konar yfirstefnu bæjarins. Það er gangur lýðræðisins að það sé virt enda leggja bæjarfulltrúar störf sín og hugmyndir í hendur bæjarbúa á 4 ára fresti. Kópavogsbær er með gríðarlega umfangsmikinn rekstur. Velta bæjarins er 28 milljarðar á ári og starfsmenn eru yfir 2.000 talsins – þó talsvert fleiri á sumrin. Kópavogsbær er 4. stærsti vinnuveitandi landsins og það er á ábyrgð starfsmanna bæjarins að sjá til þess að stefnu bæjaryfirvalda sé framfylgt og framkvæmdin verði með þeim hætti að sómi sé að. Í sinni allra einföldustu mynd skiptist stefnumótun fyrir skipulagsheildir í þrennt. 1) Greiningu 2) Mótun stefnu og framtíðarsýnar 3) Innleiðingu Auðvitað skarast þessir þættir en því má halda fram að vel heppnað stefnumótunarferli heppnist ekki nema að farið sé vandlega gegnum alla þessa þætti. Verkefnið hefur farið afar vel af stað. Mikil greiningarvinna hefur átt sér stað á öllum fjórum rekstrarsviðum bæjarins og tugir verkefnahópa eru nú þegar starfandi. Þeir munu skila niðurstöðum sínum í vor. Á annað hundrað manns hefur tekið þátt í þessari vinnu við að móta framtíðarsýn fyrir bæjarfélagið. Greining á ytri þáttum verður gerð með nýstárlegum hætti og samanburður við stöðu velferðar íbúanna mældur við Ísland í heild sinni og á alþjóðavísu. Kjörnir fulltrúar munu leggja fram „yfirstefnu“ bæjarins og stefnu í einstaka málaflokkum en auðvitað er til mikið efni hjá bæjarfélaginu um stefnu í ýmsum málum. Stefnumótunarvinnan verður notuð til að samræma framlögn stefnunnar og að allir gangi í takt. Niðurstaðan verður síðan lögð til grundvallar stefnumarkandi áætlunum fyrir árið 2018 sem Kópavogsbær hyggst þróa áfram. Við erum stolt af þessari vinnu – og ég trúi því að hún muni skila sér áfram til íbúa Kópavogs og bærinn verði áfram „griðland börnum og blómum!“ og hér vilji fólk búa og starfa. Það er einmitt nauðsyn að huga að framtíðinni og setja sér metnaðarfull markmið. Eða eins og Þorsteinn Valdimarsson segir í sínu fallega ljóði: „Sýndu þitt svar í verki, Og set þér æ hærra mið“.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun