Ronaldo afgreiddi Atletico Henry Birgir Gunnarsson skrifar 2. maí 2017 20:30 Ronaldo fagnar fyrsta marki sínu í kvöld. vísir/getty Þrenna frá Cristiano Ronaldo í kvöld sá til þess að Real Madrid er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði öll mörkin í 3-0 sigri Real á nágrönnum sínum í Atletico í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fyrsta markið kom á 10. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Portúgalinn ótrúlegi bætti svo við mörkum á 73. og 86. mínútu og sá til þess að vonir Atletico um að komast í úrslit eru litlar sem engar. Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.37: LEIK LOKIÐ !!! Real Madrid vinnur 3-0 og er komið langleiðina í úrslitaleikinn.20.34: Það er ekkert sem bendir til þess að Atletico nái útivallarmarki. Real er líklegra að setja fjórða markið. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.19.29: MARK !!!!!!!!! 3-0 fyrir Real Madrid. Jú, jú Ronaldo með þrennu annan leikinn í röð. Þessi maður er ekki eðlilegur. Frábær sprettur hjá Vasquez upp að endamörkum. Leggur boltann í teiginn þar sem Ronaldo bíður og leggur hann í netið. Ekkert mál. Fimm mínútur eftir.19.24: Tíu mínútur eftir. Real í fínni stöðu en útivallarmark frá Atletico setur allt á hvolf.20.16: MARK !!!!!!! 2-0 fyrir Real Madrid. Auðvitað Ronaldo. Hvað er að þessum manni? Lætur aldrei eitt mark duga í þessari keppni. Sending frá Benzema og hörkuskot rétt fyrir innan teig. Þetta er afar dýrmætt. Mark númer 102 í Meistaradeildinni. Rúmur stundarfjórðungur eftir.20.12: Skemmtanagildið lítið síðustu mínútur. Atletico í leit að afar dýrmætu útivallarmarki en heimamenn ekki á því að gefa neitt.20.02: Fernando Torres og Nicolas Gaitan koma af bekknum hjá Atletico.19.58: Atletico aðeins að færa sig upp á skaftið. Án þess að fá færi þó.19.49: Síðari hálfleikur hafinn.19.33: HÁLFLEIKUR !! Martin Atkinson búinn að flauta fyrri hálfleikinn af. 1-0 fyrir Real Madrid. Ronaldo skoraði á 10. mínútu.19.26: Leikurinn aðeins dottið niður síðustu mínútur. Miðjuþóf.19.19: Góð aukaspyrna frá Griezmann inn á teiginn og Diego Godin. Nær ekki að stýra boltanum í átt að markinu. Bestu tilþrif gestanna til þessa.19.17: Atletico aðeins að teygja úr sér og pressa örlítið. Með engum árangri enn sem komið.19.11: Staðan er 9-0 í skotum fyrir Real. Miklir yfirburðir en Atletico átt tvær hættulegar skyndisóknir.19.02: Varane með skalla sem Oblak rétt nær að verja. Mikil pressa frá heimamönnum sem hóta öðru marki.18.58: Þetta var áttunda mark Ronaldo í Meistaradeildinni í vetur og hann er alls búinn að koma að 13 mörkum. Þetta var mark númer 50 hjá Ronaldo í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Það er auðvitað bara rugl og hann er eðlilega fyrstur til þess að ná þeim áfanga. Í heildina er þetta mark númer 101 hjá Ronaldo í Meistaradeildinni frá upphafi. Atletico hefur skorað 100 í keppninni.18.55: MARK !!!!!!!!!! Auðvitað var það Cristiano Ronaldo sem skoraði. Skallamark frá þeim portúgalska að þessu sinni. Casemiro með sendingu fyrir og kraftskalli frá Ronaldo. Markið kemur á 10. mínútu.18.53: DAUÐAFÆRI hjá Real. Frábær sprettur frá Carvajal sem nær skoti sem er varið. Boltinn fellur svo fyrir fætur Benzema en varnarmenn Atletico bægja hættunni frá. Fyrsta lífið í leiknum.18.45: Leikurinn hafinn. Þetta verður eitthvað.18.41: Jæja, þá ganga liðin til leiks. Stemningin á vellinum er gjörsamlega geggjuð.18.31: Stemningin að magnast á vellinum. Leikmenn hita upp af krafti og verið að spila Thunderstruck með AC/DC. Það lag virkar út um allan heim.18.10: Cristiano Ronaldo er að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 18. skiptið. Oftar en nokkur annar leikmaður. Hann er búinn að skora tíu mörk í síðustu fjórum leikjum sem er líka met.18.07: Real er aftur á móti í undanúrslitum í 28. sinn í sögu félagsins. Liðið hefur unnið tvö af síðustu sjö einvígjum sínum í undaúrslitum.18.03: Atletico er auðvitað löngu búið að fá ógeð á því að tapa fyrir Real í þessari keppni. Því skal nú breytt. Þetta er í sjötta sinn sem félagið kemst í undanúrslit í Evrópukeppni og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.18.01: Komiði sæl og blessuð. Heldur betur farið að styttast í risaleikinn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira
Þrenna frá Cristiano Ronaldo í kvöld sá til þess að Real Madrid er komið með annan fótinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Ronaldo skoraði öll mörkin í 3-0 sigri Real á nágrönnum sínum í Atletico í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í undanúrslitum keppninnar. Fyrsta markið kom á 10. mínútu leiksins og þannig stóðu leikar í hálfleik. Portúgalinn ótrúlegi bætti svo við mörkum á 73. og 86. mínútu og sá til þess að vonir Atletico um að komast í úrslit eru litlar sem engar. Hér að neðan má sjá leiklýsingu leiksins.20.37: LEIK LOKIÐ !!! Real Madrid vinnur 3-0 og er komið langleiðina í úrslitaleikinn.20.34: Það er ekkert sem bendir til þess að Atletico nái útivallarmarki. Real er líklegra að setja fjórða markið. Þremur mínútum bætt við venjulegan leiktíma.19.29: MARK !!!!!!!!! 3-0 fyrir Real Madrid. Jú, jú Ronaldo með þrennu annan leikinn í röð. Þessi maður er ekki eðlilegur. Frábær sprettur hjá Vasquez upp að endamörkum. Leggur boltann í teiginn þar sem Ronaldo bíður og leggur hann í netið. Ekkert mál. Fimm mínútur eftir.19.24: Tíu mínútur eftir. Real í fínni stöðu en útivallarmark frá Atletico setur allt á hvolf.20.16: MARK !!!!!!! 2-0 fyrir Real Madrid. Auðvitað Ronaldo. Hvað er að þessum manni? Lætur aldrei eitt mark duga í þessari keppni. Sending frá Benzema og hörkuskot rétt fyrir innan teig. Þetta er afar dýrmætt. Mark númer 102 í Meistaradeildinni. Rúmur stundarfjórðungur eftir.20.12: Skemmtanagildið lítið síðustu mínútur. Atletico í leit að afar dýrmætu útivallarmarki en heimamenn ekki á því að gefa neitt.20.02: Fernando Torres og Nicolas Gaitan koma af bekknum hjá Atletico.19.58: Atletico aðeins að færa sig upp á skaftið. Án þess að fá færi þó.19.49: Síðari hálfleikur hafinn.19.33: HÁLFLEIKUR !! Martin Atkinson búinn að flauta fyrri hálfleikinn af. 1-0 fyrir Real Madrid. Ronaldo skoraði á 10. mínútu.19.26: Leikurinn aðeins dottið niður síðustu mínútur. Miðjuþóf.19.19: Góð aukaspyrna frá Griezmann inn á teiginn og Diego Godin. Nær ekki að stýra boltanum í átt að markinu. Bestu tilþrif gestanna til þessa.19.17: Atletico aðeins að teygja úr sér og pressa örlítið. Með engum árangri enn sem komið.19.11: Staðan er 9-0 í skotum fyrir Real. Miklir yfirburðir en Atletico átt tvær hættulegar skyndisóknir.19.02: Varane með skalla sem Oblak rétt nær að verja. Mikil pressa frá heimamönnum sem hóta öðru marki.18.58: Þetta var áttunda mark Ronaldo í Meistaradeildinni í vetur og hann er alls búinn að koma að 13 mörkum. Þetta var mark númer 50 hjá Ronaldo í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Það er auðvitað bara rugl og hann er eðlilega fyrstur til þess að ná þeim áfanga. Í heildina er þetta mark númer 101 hjá Ronaldo í Meistaradeildinni frá upphafi. Atletico hefur skorað 100 í keppninni.18.55: MARK !!!!!!!!!! Auðvitað var það Cristiano Ronaldo sem skoraði. Skallamark frá þeim portúgalska að þessu sinni. Casemiro með sendingu fyrir og kraftskalli frá Ronaldo. Markið kemur á 10. mínútu.18.53: DAUÐAFÆRI hjá Real. Frábær sprettur frá Carvajal sem nær skoti sem er varið. Boltinn fellur svo fyrir fætur Benzema en varnarmenn Atletico bægja hættunni frá. Fyrsta lífið í leiknum.18.45: Leikurinn hafinn. Þetta verður eitthvað.18.41: Jæja, þá ganga liðin til leiks. Stemningin á vellinum er gjörsamlega geggjuð.18.31: Stemningin að magnast á vellinum. Leikmenn hita upp af krafti og verið að spila Thunderstruck með AC/DC. Það lag virkar út um allan heim.18.10: Cristiano Ronaldo er að spila í undanúrslitum í Evrópukeppni í 18. skiptið. Oftar en nokkur annar leikmaður. Hann er búinn að skora tíu mörk í síðustu fjórum leikjum sem er líka met.18.07: Real er aftur á móti í undanúrslitum í 28. sinn í sögu félagsins. Liðið hefur unnið tvö af síðustu sjö einvígjum sínum í undaúrslitum.18.03: Atletico er auðvitað löngu búið að fá ógeð á því að tapa fyrir Real í þessari keppni. Því skal nú breytt. Þetta er í sjötta sinn sem félagið kemst í undanúrslit í Evrópukeppni og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum.18.01: Komiði sæl og blessuð. Heldur betur farið að styttast í risaleikinn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Sjá meira