Ruglað miðaverð Benedikt Bóas skrifar 2. maí 2017 07:00 Pepsi-deildin er byrjuð og þó tilþrifin séu oft ágæt inni á vellinum er ekki hægt að segja að tilþrifin fyrir mót hafi verið neitt sérstök. Það er nefnilega búið að hækka miðaverðið sem er ægilega skrýtin ákvörðun. Það að borga 2.000 kall fyrir að sjá sitt lið spila og drulla sér svo af vellinum um leið og lokaflautið gellur er ekki réttlætanlegt. KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. Ég er ekki hagfræðingur eða markaðssérfræðingur en þessi hækkun hljómar sem röng skilaboð. Þegar maður mætir á völlinn þá er stundum boðið upp á grillaðan hamborgara. Annars eru það kaldar pitsur sem eru í boði. Flestallir leikir byrja kl. 19.15 þannig að það þarf að borða. Ekkert er gert til að fá fólk hálftíma fyrir leik eða klukkutíma og eftir leik er öllu strax skellt í lás. Ef ég væri í stjórn félags í efstu deild myndi ég bjóða upp á eitthvað fyrir leik. Kannski smá söngvatn og fund með þjálfara þar sem rætt er hvað hann ætlar að gera í komandi leik. Fyrirmyndin yrði úr landsliðinu þar sem Heimir Hallgrímsson kom og talaði við stuðningsmenn. Fyrst mættu kannski 15 en nú er þetta fastur liður hjá um 300 manns fyrir landsleiki. Sé meira skoðað í kringum okkur þá væri sniðugt að stela Domino’s-skotinu úr körfuboltanum. Virkja einhvern veginn áhorfendur. Fá fólk í sláarkeppni eða til að reyna að skora hjá varamarkvörðum í vítakeppni í hálfleik. Það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að fá fólk á völlinn með tilhlökkun í hjarta. Að hækka miðaverð er ekki eitt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Bóas Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Pepsi-deildin er byrjuð og þó tilþrifin séu oft ágæt inni á vellinum er ekki hægt að segja að tilþrifin fyrir mót hafi verið neitt sérstök. Það er nefnilega búið að hækka miðaverðið sem er ægilega skrýtin ákvörðun. Það að borga 2.000 kall fyrir að sjá sitt lið spila og drulla sér svo af vellinum um leið og lokaflautið gellur er ekki réttlætanlegt. KSÍ og íslenskur toppfótbolti eru ekki að lesa leikinn rétt. Á síðasta tímabili varð hrun í áhorfendafjölda þegar innan við þúsund manns mættu að meðaltali. Ég er ekki hagfræðingur eða markaðssérfræðingur en þessi hækkun hljómar sem röng skilaboð. Þegar maður mætir á völlinn þá er stundum boðið upp á grillaðan hamborgara. Annars eru það kaldar pitsur sem eru í boði. Flestallir leikir byrja kl. 19.15 þannig að það þarf að borða. Ekkert er gert til að fá fólk hálftíma fyrir leik eða klukkutíma og eftir leik er öllu strax skellt í lás. Ef ég væri í stjórn félags í efstu deild myndi ég bjóða upp á eitthvað fyrir leik. Kannski smá söngvatn og fund með þjálfara þar sem rætt er hvað hann ætlar að gera í komandi leik. Fyrirmyndin yrði úr landsliðinu þar sem Heimir Hallgrímsson kom og talaði við stuðningsmenn. Fyrst mættu kannski 15 en nú er þetta fastur liður hjá um 300 manns fyrir landsleiki. Sé meira skoðað í kringum okkur þá væri sniðugt að stela Domino’s-skotinu úr körfuboltanum. Virkja einhvern veginn áhorfendur. Fá fólk í sláarkeppni eða til að reyna að skora hjá varamarkvörðum í vítakeppni í hálfleik. Það er nefnilega ýmislegt hægt að gera til að fá fólk á völlinn með tilhlökkun í hjarta. Að hækka miðaverð er ekki eitt af því.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun