Erlent

Segja Hvíta húsið neita að starfa með þingnefndum

Samúel Karl Ólason skrifar
Adam Schiff, þingmaður Demókrata, fyrir framan blaðamenn.
Adam Schiff, þingmaður Demókrata, fyrir framan blaðamenn. Vísir/Getty
Öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins fara enn fram á sjálfstæða rannsókn á meintum tenglsum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við yfirvöld í Rússlandi og brottrekstur James Comey, fyrrverandi yfirmanns Alríkislögreglunnar, og hvort forsetinn hafi reynt að hafa áhrif á rannsókn FBI.

Þeir segja Hvíta húsið hafa neitað að starfa með nefndum þingsins sem eru með málið til athugunar. Engin gögn sem beðið hafi verið um hafi fengist afhent.

Þá gagnrýndu þeir einnig Repúblikana fyrir vilja ekki grípa til aðgerða og rannsaka tengsl Trump og Rússlands.

Demókratar vilja bæði sérstakan saksóknara og sérstaka rannsóknarnefnd. Þingmennirnir Adam Schiff og Elijah Cummings leiddu blaðamannafundinn í dag.

Saksóknaranum yrði ætlað að rannsaka Donald Trump og starfsmenn hans. Rannsóknarnefndin ætti að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í fyrra.

Einhverjir þingmenn hafa kallað eftir því að Trump yrði kærður fyrir embættisbrot vegna brottrekstur James Comey. Á blaðamannafundinum í dag sögðu þeir sem þar voru hins vegar að mikilvægast væri að koma óháðri rannsókn á laggirnar.






Tengdar fréttir

Þingmenn hlæja að boði Putin

"Ég tala ekki við morðóða einræðisherra eins og Vladimir Putin, svo að hans orð hafa ekki mikið gildi.“

Hávær köll um opinbera rannsókn

Ákvörðun Donalds Trump að deila trúnaðarupplýsingum með Rússum þykir afar umdeild. Forsetinn segist í fullum rétti. Óttast er að ákvörðunin geti haft áhrif á upplýsingastreymi til Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×