Nýjar og harðar niðurskurðarreglur í Kaliforníu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. maí 2017 13:30 Daniel Cormier og Jon Jones verða í aðalbardaganum á UFC 214. vísir/getty Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum. MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Það hefur lengi verið kallað eftir harðari reglum í tengslum við niðurskurð MMA-bardagakappa en þeir hafa á stundum lagt líf sitt í hættu í niðurskurði fyrir bardaga. Nú hefur íþróttasamband Kaliforníu ákveðið að ríða á vaðið með nýjar og harðari niðurskurðarreglur fyrir UFC 214 sem fer fram í Anaheim í Kaliforníu. Bardagakvöldið fer fram þann 29. júlí. Dana White, forseti UFC, styður þessar nýju reglur en er ekki sammála því að það þurfi að fjölga þyngdarflokkum í íþróttinni. Það er líklega umræða fyrir seinni tíma. Helstu stóru breytingarnar sem verða í Kaliforníu eru þær að læknir verður að samþykkja að bardagakappi sé hæfur til þess að taka þátt í ákveðnum þyngdarflokki. Bardagakappar munu fá hærri sektir ef þeir ná ekki þyngd og þeir sem þyngjast um meira en 10 prósent af þyngd sinni á milli vigtunar og bardaga gætu verið neyddir til þess að hækka sig upp um þyngdarflokk í framhaldinu. Allar þessar aðgerðir hafa það að leiðarljósi að bardagakapparnir séu að taka þátt í þeim þyngdarflokki sem er nálægt þeirra þyngd dags daglega. Margir hafa lent inn á spítala við að reyna að léttast of mikið og í raun hefur ekki verið spurning um hvor heldur hvenær einhver myndi látast í þessum lífshættulega niðurskurði. Enginn hefur dáið enn sem komið er en menn hafa skaðað líffæri og annað í erfiðum niðurskurði. Verður áhugavert hvort fleiri fylki fylgi í fótspor Kaliforníu og tekið verði af festu á þessum vanda í MMA-heiminum.
MMA Tengdar fréttir Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00 Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30 Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00 Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00 Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Haraldur Nelson: Þjálfarar þurfa að vera meðvitaðir um hvað þetta er hættulegt Faðir Gunnars Nelson er einn helsti baráttumaður gegn óhóflegum niðurskurði innan UFC. 15. mars 2017 15:00
Haraldur Nelson: Hvenær á að hætta þessu? Þegar að einhver deyr? Titilbardaga í UFC var aflýst um helgina þar sem bruna þurfti með annan kappann á sjúkrahús. 6. mars 2017 09:30
Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Haraldur Dean Nelson er kominn með nóg af þessum stórhættulegu niðurskurðum bardagakappanna. 20. september 2016 15:00
Gunnar segir mál Khabib algjörlega fáránlegt Segir það furðulegt að Khabib Nurmagomedov hafi ekki náð þyngd fyrir bardaga sinn gegn Tony Ferguson á UFC 209. 15. mars 2017 10:00