Halldór: Valsmenn komast upp með hreint út sagt endalausar sóknir Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. maí 2017 22:32 Halldór var ósáttur með margt í leik FH í kvöld. vísir/eyþór „Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
„Við ætluðum okkur að koma inn í þennan leik og ná forskotinu í einvíginu en stærstan hluta leiksins erum við einfaldlega ólíkir sjálfum okkur,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, svekktur eftir fimm marka tap gegn Valsmönnum í kvöld. Halldór tók undir að það hefði vantað herslumuninn hjá FH í kvöld. „Alveg klárlega, við urðum undir á mörgum sviðum í dag og það er úr nógu að taka. Þeir eru að verja vel á meðan við fáum enga markvörslu undan velli, við erum að kasta boltanum frá okkur á meðan þeir fá að spila og spila alveg hreint endalausa sóknir,“ sagði Halldór og bætti við: „Þeir fengu endalaust að reyna að finna opnanir og komast upp með það og fara svo að taka fráköst þegar við erum sofandi. Þannig misstum við leikinn frá okkur. Þeir stjórnuðu algjörlega hraðanum og leiknum og í sókninni fórum við að reyna að flýta okkur allt of mikið. Við fórum að taka tækifæri að óþörfu og skiluðum boltanum illa frá okkur.“Sjá einnig:Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Framundan er úrslitaleikur fyrir FH, allt annað en sigur þýðir sumarfrí. „Ég þarf að skoða þennan leik vel en við erum komnir í þá stöðu að það er allt undir í næsta leik. Við getum alveg unnið í Valshöllinni en við þurfum að eiga mun betri leik en í dag.“ Halldór var óánægður með línuna sem dómararnir tóku á brottvísunum í seinni hálfleik. „Það voru gróf brot, Valsararnir eru grófir og við mættum því en mér fannst þeir komast upp með mjög margt í seinni hálfleik á tveimur brottvísunum. Það má alveg leyfa mönnum að berjast en það verður að halda sömu línu. Þegar menn fá tvisvar tvær í fyrri og spila sömu vörn í seinni þá er líklegt að það kalli eftir brottvísun.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn Fótbolti „Við þurfum hjálp frá Guði“ Handbolti „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Handbolti „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ Handbolti „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 24-29 | Valsmenn komnir í lykilstöðu Valsmenn stigu risaskref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 29-24 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld en með sigri á heimavelli fimmtudaginn kemur verða Valsmenn krýndir Íslandsmeistarar. 16. maí 2017 23:00