Ein breytingin sem neytendur munu verða varir við er að 500 millilítra dós af kóki, betur þekkt sem súperdós, mun hverfa af markaðnum.

Dósin hafi þannig verið of stór eining til neyslu í einum skammti og var Ísland eina landið í Evrópu sem bauð ennþá upp á súperdósina.
Stefán bendir þó á að enn verði hægt að kaupa 500 millilítra af kóki í plastflösku en þeirri einingu má loka aftur og neyta vörunnar þannig í fleiri en einum skammti.
Fyrsta 500 millilítra dósin af kók var seld hér á landi í kringum 1990 og þó að aðdáendur dósarinnar telji eflaust að ekkert geti komið í staðinn munu nýjar vörur frá Coca-Cola á Íslandi líta dagsins ljós á næstunni.
Þannig má nefna stóra kók í gleri, það er kók í 330 millilítra flösku, auk þess sem 250 millilítra plastflöskur voru nýlega settar á markað.
Þá verður einnig boðið upp á svokallaðar mini-dósir í stærðum frá 150 millilítrum upp í 250 millilítra en sú nýjung verður kynnt á næstunni.