Löggur deila klæðnaði vegna skorts á búningum sem sér ekki fyrir endann á Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2017 09:00 Lögreglumenn í sumarafleysingum streyma til vinnu en vantar nýja lögreglubúninga. Verið er að leysa úr ýmsum flækjum tengdum kaupum á einkennisfatnaði lögreglumanna. vísir/pjetur Ekki eru til nýir lögreglubúningar á landinu og þeirra er ekki að vænta í bráð. Útboðssamningur er útrunninn og ekki er ljóst hvenær farið verður í útboð því verið er að greiða úr ýmsum flækjum er varða sérpantanir á einkennisklæðnaði lögreglumanna.Kaupin vandkvæðum bundin Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins. Lögreglubúningarnir eru sérsniðnir að þörfum íslenskra yfirvalda þar sem lög og reglur þess efnis eru hafðar að leiðarljósi. Kaupin eru oftar en ekki vandkvæðum bundin. Sem dæmi má nefna að í síðasta útboði var gerð krafa um að klæðnaðurinn yrði svartur sem þýddi að framleiðandinn þurfti að panta nýtt efni og í framhaldinu láta lita það sérstaklega. Tók því talsvert lengri tíma að fá búningana afhenta en gert var ráð fyrir.Navy-bláa efnið litað svart „Aðilinn sem fékk samninginn var á þessum tíma að vinna að samningi fyrir dönsku lögregluna og var að vinna með navy bláan lit. Þar sem við vildum efnið svart þá þurfti að panta efnið sérlitað frá efnisframleiðandanum. Það að panta sérlitað efni í stað þess að vinna með efni sem þú ert með í þinni framleiðslulínu er með auknu flækjustigi og lengri pöntunarferla og þar fram eftir götunum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, sem heldur utan um innkaupin hjá ríkislögreglustjóra. Jónas segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að komast hjá þessum erfiðleikum og að ekki verði farið í næsta útboð fyrr en þeirri vinnu lýkur. „Það sem við ætlum að fara af stað með er að reyna að tryggja okkur meira af því sem við köllum hilluvöru. Það er það sem hefur verið hluti af vandanum og við höfum verið að leggjast mjög yfir. Það er líka ein ástæða þess að við erum í seinni skipunum með útboðið því við viljum komast hjá þessum sérframleiddu og sérsniðnu búningum og löngu afgreiðslutímum í meiri hilluvörur. Hins vegar gerir það útboðið aðeins flóknara.“Óheppileg vinnubrögð Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir afar óheppilegt að engir búningar séu til og að ekki hafi verið hugsað út í þessa hluti fyrr. Nú sé sumarið að koma, afleysingarmenn komi inn, og að ljóst sé að margir mánuðir séu í nýjan klæðnað. Þangað til þurfi lögreglumenn að deila fatnaði. Jafnframt hafi sambandið margoft komið með tillögur um hvernig hægt sé að kaupa ódýrari einkennisbúninga. Lögreglan sé algjörlega fjársvelt og að horfa þurfi í hverja krónu. „Það segir sig sjálft að það sem er sérunnið er dýrara en það sem hægt er að kaupa tilbúið. En það er önnur saga hvort að þessi stjórn löggæslu í landinu vilji hafa íslenskt yfirbragð á fatnaðnum eða eitthvað meira alþóðlegt. Svo er þetta líka spurning um innkaupapólitík og pólitík almennt er varðar útlit íslensku lögreglunnar.“Breytingar í farvatninu Jónas segir að einhverjar breytingar verði á næsta lögreglubúning, en að óljóst sé á þessum tímapunkti hversu umfangsmiklar þær verði. „Stærsta breytingin hangir við það að lögreglan er almennt farin að ganga í öryggisvestum og þar af leiðandi þarf þessi fatnaður sem er innan undir að vera öðruvísi. Hann þarf að anda betur og hleypa líkamshita og raka betur frá sér. Varðandi útlitsbreytingar þá á það bara eftir að koma í ljós, en við lýsum þeim í útboðslýsingum.“ Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Ekki eru til nýir lögreglubúningar á landinu og þeirra er ekki að vænta í bráð. Útboðssamningur er útrunninn og ekki er ljóst hvenær farið verður í útboð því verið er að greiða úr ýmsum flækjum er varða sérpantanir á einkennisklæðnaði lögreglumanna.Kaupin vandkvæðum bundin Kostnaður við hvern lögreglubúning hleypur á hundruðum þúsunda; lágmarks vinnufatnaður kostar 173 þúsund og hátíðarbúningurinn 207 þúsund krónur. Erfiðlega hefur gengið að draga úr þessum kostnaði þar sem strangar reglur gilda bæði um útboðið sjálft og búningana, sem eru hátt í 700 talsins. Lögreglubúningarnir eru sérsniðnir að þörfum íslenskra yfirvalda þar sem lög og reglur þess efnis eru hafðar að leiðarljósi. Kaupin eru oftar en ekki vandkvæðum bundin. Sem dæmi má nefna að í síðasta útboði var gerð krafa um að klæðnaðurinn yrði svartur sem þýddi að framleiðandinn þurfti að panta nýtt efni og í framhaldinu láta lita það sérstaklega. Tók því talsvert lengri tíma að fá búningana afhenta en gert var ráð fyrir.Navy-bláa efnið litað svart „Aðilinn sem fékk samninginn var á þessum tíma að vinna að samningi fyrir dönsku lögregluna og var að vinna með navy bláan lit. Þar sem við vildum efnið svart þá þurfti að panta efnið sérlitað frá efnisframleiðandanum. Það að panta sérlitað efni í stað þess að vinna með efni sem þú ert með í þinni framleiðslulínu er með auknu flækjustigi og lengri pöntunarferla og þar fram eftir götunum,“ segir Jónas Ingi Pétursson, sem heldur utan um innkaupin hjá ríkislögreglustjóra. Jónas segir að verið sé að skoða hvernig hægt sé að komast hjá þessum erfiðleikum og að ekki verði farið í næsta útboð fyrr en þeirri vinnu lýkur. „Það sem við ætlum að fara af stað með er að reyna að tryggja okkur meira af því sem við köllum hilluvöru. Það er það sem hefur verið hluti af vandanum og við höfum verið að leggjast mjög yfir. Það er líka ein ástæða þess að við erum í seinni skipunum með útboðið því við viljum komast hjá þessum sérframleiddu og sérsniðnu búningum og löngu afgreiðslutímum í meiri hilluvörur. Hins vegar gerir það útboðið aðeins flóknara.“Óheppileg vinnubrögð Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir afar óheppilegt að engir búningar séu til og að ekki hafi verið hugsað út í þessa hluti fyrr. Nú sé sumarið að koma, afleysingarmenn komi inn, og að ljóst sé að margir mánuðir séu í nýjan klæðnað. Þangað til þurfi lögreglumenn að deila fatnaði. Jafnframt hafi sambandið margoft komið með tillögur um hvernig hægt sé að kaupa ódýrari einkennisbúninga. Lögreglan sé algjörlega fjársvelt og að horfa þurfi í hverja krónu. „Það segir sig sjálft að það sem er sérunnið er dýrara en það sem hægt er að kaupa tilbúið. En það er önnur saga hvort að þessi stjórn löggæslu í landinu vilji hafa íslenskt yfirbragð á fatnaðnum eða eitthvað meira alþóðlegt. Svo er þetta líka spurning um innkaupapólitík og pólitík almennt er varðar útlit íslensku lögreglunnar.“Breytingar í farvatninu Jónas segir að einhverjar breytingar verði á næsta lögreglubúning, en að óljóst sé á þessum tímapunkti hversu umfangsmiklar þær verði. „Stærsta breytingin hangir við það að lögreglan er almennt farin að ganga í öryggisvestum og þar af leiðandi þarf þessi fatnaður sem er innan undir að vera öðruvísi. Hann þarf að anda betur og hleypa líkamshita og raka betur frá sér. Varðandi útlitsbreytingar þá á það bara eftir að koma í ljós, en við lýsum þeim í útboðslýsingum.“
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira