KA keypti ekki draumsýnina fyrir norðan Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2017 06:00 Svartir búningar Akureyrar sjást ekki framar. vísir/stefán Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Þær fréttir bárust í gær frá höfuðstað Norðurlands að búið væri að slíta samstarfi KA og Þórs í handbolta karla. KA og Þór hafa spilað undir merkjum Akureyrar handboltafélags frá árinu 2006. Akureyri féll úr Olís-deildinni í vor og eftir nokkuð langa óvissu er ljóst að ekki verður framhald á samvinnu félaganna. Þór vildi halda samstarfinu áfram en sá vilji var ekki jafn sterkur hjá KA. Á endanum urðu svo þeir sem vildu slíta samstarfinu ofan á. „Það eru vissulega skiptar skoðanir um þetta innan KA. En menn sjá framtíðina í KA,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Fréttablaðið í gær. „Þegar viðræðurnar hófust var það í raun draumsýn þeirra sem stýrðu Akureyri handboltafélagi að þeir myndu taka yfir allan handboltann hjá KA og Þór. Í umræðunni kom það mjög skýrt í ljós að það var enginn vilji innan KA til þess,“ sagði Sævar enn fremur og bætti því við að eftir því sem leið á viðræðurnar hafi félögin verið komin nær hvort öðru en þau voru í byrjun. Það hafi þó á endanum verið niðurstaðan að slíta samstarfinu. KA og Þór hafa teflt fram sameiginlegu liði í kvennaflokki undanfarin ár og möguleiki er á að því samstarfi verði haldið áfram. „Menn vilja leyfa rykinu að setjast og ræða þetta svo. Kvennamegin hefur samstarfið verið alveg frá meistaraflokki og niður í yngstu flokkana,“ sagði Sævar. Bæði KA og Þór munu hefja leik í 1. deild karla næsta vetur. Sævar segir að menn séu meðvitaðir um að það gæti tekið tíma að koma KA aftur upp í deild þeirra bestu. „Í versta falli byggja menn þetta hægt og rólega upp. Það er ekkert endilega keppikeflið að vinna 1. deildina á næsta ári. Þeir sem urðu ofan á eru félagsmenn sem vilja sjá KA byggja upp frá yngstu flokkum og upp úr. Sagan í handboltanum er mjög mikil KA-megin,“ sagði Sævar en í gær voru 15 ár liðin síðan KA varð síðast Íslandsmeistari. En hvernig standa málin með samninga þeirra leikmanna sem léku með Akureyri í vetur? „Ég get bara svarað fyrir hönd KA. Þeir eru með samninga við Akureyri sem er forsendubrestur á. Það sama á í raun við um leikmenn, styrktaraðila og alla. Menn byrja bara á núllpunkti. Stjórnir félaganna þurfa bara að setjast niður með leikmönnum og styrktaraðilum. Það er mikil vinna framundan,“ sagði Sævar og játti því að samningar leikmanna Akureyrar væru í raun í lausu lofti. En eru KA-menn bjartsýnir á að halda sínum mönnum og fá þá til að spila með liðinu í 1. deildinni næsta vetur? „Það er bara ekki hægt að segja til um það. Þessar viðræður eru ekki hafnar, það var bara verið að klára þetta í morgun [í gær]. Auðvitað hefur það verið vilji langflestra leikmanna að halda sameiginlegu liði og fá að leiðrétta þau mistök sem þeir telja sig hafa gert síðasta vetur þegar Akureyri féll. Og það eðlilega, það er gott að mönnum sé ekki sama. En næstu daga þarf stjórnin að funda með leikmönnum og selja þeim þá sýn sem þeir hafa á handboltann innan KA,“ sagði Sævar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira