FH hefur aðeins fleiri vopn en Valur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2017 06:00 Unglingalandsliðsmennirnir Óðinn Þór Ríkharðsson hjá FH og Ýmir Örn Gíslason hjá Val í baráttu í bikarleik liðanna í Höllinni. vísir/Eyþór Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“ Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Lið Vals (21) og FH (16) hafa unnið 37 Íslandsmeistaratitla samtals en aðeins tveir þeirra hafa komið á þessari öld. Nú sjá þessi sigursælustu karlalið íslenska handboltans stóra titilinn í hillingum því þau eru bæði komin alla leið í úrslitaeinvígið sem hefst í Kaplakrika í kvöld. Deildarmeistarar FH-inga unnu sinn eina Íslandsmeistaratitil á síðustu 25 árum fyrir sex árum og bikarmeistarar Vals hafa ekki náð að vinna Íslandsmeistaratitil eftir bankahrun. Bæði lið hafa unnið fimm leiki í röð í úrslitakeppninni, FH-ingar alla sína leiki en Valsmenn fimm síðustu eftir tap úti í Eyjum í fyrsta leik. Þau unnu sitt hvora tvo leikina á tímabilinu en annar sigur Valsmanna var í undanúrslitum bikarsins. Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, þekkir bæði liðin mjög vel eftir veturinn. „Þetta er mjög áhugavert einvígi,“ segir Einar Andri. „Það er búin að vera rosalega löng pása hjá FH og það verður því mjög fróðlegt að sjá þá í fyrsta leiknum,“ segir Einar sem segir að þarna hafi reynt á þjálfara FH að halda uppi tempói á æfingum. „Valsmenn hafa verið að spila frábæran varnarleik eða þessa 5:1 vörn með Ými fyrir framan þar sem hann fellur niður í 6:0 þegar liðin eru að leysa inn. Liðin hafa í vetur átt í miklu basli með þetta og ekkert lið sem hefur náð að leysa þessa vörn með góðum hætti. Það verður mjög spennandi að sjá hvernig FH-ingarnir ætla að leysa varnarleikinn hjá Val. Það er stærsta spurningin fyrir seríuna,“ segir Einar Andri. „FH-ingar hafa verið að spila rosalega góða og þétta 6:0 vörn. Upp úr þessari góðu vörn, með Ágúst Elí mjög góðan í markinu fyrir aftan, þá hefur Óðinn verið óstöðvandi í hraðaupphlaupunum. Sóknarleikur FH hefur líka verið gríðarlega góður, agaður og með framlag frá mörgum leikmönnum. Það er eiginlega engan veikan blett að finna á FH-liðinu finnst mér,“ segir Einar Andri. „Valsmenn eru að koma svolítið bakdyramegin að þessu með því að enda í sjöunda sæti í deildinni en ástæðan fyrir því að þeir voru neðarlega var gríðarlegt álag á þeim. Þeir unnu líka bikarinn og slökuðu aðeins á í deildinni eftir það,“ segir Einar. „Óskar [Bjarni Óskarsson] hefur verið gagnrýndur fyrir úrslitakeppnina í gegnum tíðina en hann er heldur betur að svara fyrir það núna. Hann vinnur alltaf bikarinn en hefur verið að strögla í úrslitakeppninni. Ég er viss um að Óskar klæjar í fingurna að ná í Íslandsmeistaratitil í úrslitakeppni og sýna enn og aftur hversu frábær þjálfari hann er. Dóri er náttúrulega búinn að gera kvennalið að Íslandsmeisturum og getur nú gert það líka með karlalið,“ segir Einar. En hvernig fer? „Ég á erfiðara með að sjá Val vinna FH þrisvar. FH hefur að mínu mati aðeins fleiri vopn og þá sérstaklega í sókninni. Mér finnst fleiri hlutir vera á hreinu hjá FH en á sama tíma er Valur búinn að vinna alla stóru leikina eftir jól. Það er vonlaust að spá en ég hallast að því að FH vinni í fimm leikjum,“ segir Einar Andri og bætir við: „Þótt það sé kominn maí og fótboltinn byrjaður þá má líka fylgjast með handboltanum.“
Olís-deild karla Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira