Erlent

Enginn leikið James Bond oftar en Roger Moore

Atli Ísleifsson skrifar
Sir Roger Moore, sem helst vann sér til frægðar að hafa hafa leikið James Bond, er látinn 89 ára að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein. Hann starfaði einnig í mörg ár sem sendiherra UNICEF.

Roger Moore lék breska ofurnjósnarann oftar en nokkur annar hingað til eða í sjö kvikmyndum á tólf árum. Hann hafðu þó áður getið sér gott orð í kvikmyndum og sjóvarpsþáttum, meðal annars fyrir leik sinn á Dýrlingnum.

Moore var sonur lögreglumanns í Lundúnum og sagðist þrátt fyrir frægðina alltaf liðið fyrir mikla feimni sem hann feldi með glensi og hann hafi verið skelfingu lostinn fyrir upptökur á kynlífsatriðum í Bond myndunum. Fyrsta Bond mynd Moore var Live and Let Die árið 1973 og sú síðasta A View to a Kill árið 1985 en hann varð vel auðugur í hlutverki njósnarans. Hann lék ekki mikið í kvikmyndum eftir það en naut lífsins á þremur heimilum í Bandaríkjunum, Sviss og Suður-Frakklandi en hann varð sendiherra Barnahjálpar Sameinuðu (UNICEF) árið 1991.

Um James Bond sagði Rorger Moore: „Ég vek athygli fjölmiðla því þeir vilja vita af hverju fyrrverandi James Bond vinnur fyrir börn. Þess vegna koma þeir, þeir vilja tala um Bond en ég get alltaf snúið samtalinu að börnunum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×