Nítján látnir eftir sprengingu á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 22:15 Ariana Grande. Vísir/afp Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira