Nítján látnir eftir sprengingu á tónleikum Ariönu Grande í Manchester Atli Ísleifsson skrifar 22. maí 2017 22:15 Ariana Grande. Vísir/afp Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Nítján manns eru látnir og fimmtíu særðir eftir að mikil sprenging varð við tónleikahöllina Manchester Arena í Manchester að loknum tónleikum bandarísku söngkonunnar Ariönu Grande í kvöld. Lögregla í Manchester greindi frá þessu á Twitter í kvöld. Sjá einnig: Það sem við vitum um sprengjuárásina í Manchester Lögregla er með mikinn viðbúnað á staðnum og hefur hvatt almenning til að halda sig fjarri. Ekkert hefur verið sagt um hvað olli sprengingunni, en sprengjusveit lögreglunnar er nú að störfum í og í kringum höllina. Í yfirlýsingu frá Manchester Arena segir að sprengingin hafi orðið fyrir utan höllina, en fyrst fréttir hermdu að hún hafi verið í anddyri hallarinnar. Rannsakað sem hryðjuverk Lögregla í Manchester rannsakar málið sem mögulega hryðjuverkaárás, en í frétt NBC er haft eftir bandarískum embættismönnum að breskir starfsbræður þeirra hafi sagt þeim að sjálfsvígssprengjumaður hafi verið þarna að verki. Þetta hefur þó ekki fengist staðfest frá breskum yfirvöldum. Á myndskeiðum úr tónleikahöllinni má sjá tónleikagesti flykkjast út. Sprengingin var um klukkan 21:35 að íslenskum tíma, þegar tónleikunum var lokið og þegar tónleikagestir voru á leiðinni út úr höllinni. Sjónarvottar hafa lýst miklum hávaða og mikilli örtröð sem myndaðist í kjölfarið. Fylgjast má með útsendingu Sky News að neðan. Búið er að stöðva almenningssamgöngur í grennd við tónleikahöllina, að því er Network Rail segja á Twitter. Fulltrúar hinnar 23 ára Ariönu Grande segja að það sé „í lagi“ með söngkonuna en að verið sé að kanna hvað hafi gerst í tónleikahöllinni. Manchester Arena er norður af miðborginni og tekur um 21 þúsund manns. Utanríkisráðuneytið hefur beðið Íslendinga á svæðinu um að láta aðstandendur vita af sér. Á myndbandi sem er tekið á bílastæði skammt frá heyrist sprengingin vel auk þess að ljós birtist þegar um sjö sekúndur eru liðnar.
Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira