Aukum og samþættum heimaþjónustu Heiða Björg Hilmisdóttir og Gunnar Ólafsson skrifar 23. maí 2017 07:00 Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur verið mikil umræða um málefni aldraðra og þjónustu sem þeim er veitt. Rætt hefur verið um að biðlistar eftir hjúkrunarrýmum lengist, margir aldraðir liggja „fastir“ inni á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði skortir og uppbygging hjúkrunarrýma hefur ekki verið í samræmi við þörf. Í markmiðum laga um aldraða nr. 125/1999 segir að þeir skuli eiga völ á heilbrigðis- og félagslegri þjónustu sem þeir þurfa á að halda, m.v. þörf og ástand hins aldraða. Einnig segir að markmið laganna sé að aldraðir eigi að geta búið eins lengi og unnt er við eðlilegt heimilislíf. Til að gera öldruðum það kleift að búa eins lengi heima og hægt er geta þeir fengið ákveðna félagslega heimaþjónustu og ef þarf heimahjúkrun. Hlutverk félagslegrar heimaþjónustu er að veita aðstoð við þrif, heimilishald og persónulega umhirðu, félagslegan stuðning, kvöld- og helgarþjónustu. Heimahjúkrun á að gera öldruðum kleift að búa heima við sem eðlilegastar aðstæður þrátt fyrir veikindi. Heilsugæslustöðvar út um allt land annast heimahjúkrun en í Reykjavík hafa þessir tveir þættir verið samþættir í heimaþjónustu og hefur það gefið góða raun. Þar er veitt hefðbundin heimahjúkrun og geðhjúkrun auk félagslegrar heimaþjónustu frá sömu þjónustueiningu sem gerir þeim kleift að vinna meira saman að því að styðja hinn aldraða. Um næstu áramót mun endurhæfing í heimahúsi einnig bjóðast fólki sem þá getur fengið stuðning í sínu daglega umhverfi. Þannig er hægt að styrkja einstaklingana til að hafa val á að búa heima og vera virkir þátttakendur í sínu heimilishaldi og lífi. Þessi þjónusta mun koma mörgum öldruðum til góða og valda straumhvörfum í að gera þeim kleift að búa sem lengst heima. Að auki mun þetta vera nýbreytni í þjónustu sem eykur hið faglega starf innan velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en sambærileg þjónusta er veitt í heimahúsum í Noregi og Danmörku. Það er hins vegar þannig að vilji einstaklingur ekki búa heima eða hann upplifi þjónustuna þar of litla þá vandast málið í ljósi þess að biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. Það er dýrt að hafa um 90 aldraða „fasta“ á Landspítala vegna þess að viðeigandi úrræði eru ekki tiltæk. Hvert rými á hjúkrunarheimili kostar um 10 milljónir í rekstri á ári og í mati á þörf á hjúkrunarrýmum frá árinu 2014 sem velferðarráðuneytið lét gera kom fram að byggja þyrfti 1.100 hjúkrunarrými fyrir 2025 fyrir um 30 milljarða. Hafin er bygging um 250 rýma af þessum 1.100 rýmum og augljóst er að það er ekki nóg.1 milljón í stað 10 Fjöldi fólks sem hefur fengið félagslega heimaþjónustu í Reykjavík hefur verið um 3.700 á ári frá árinu 2009 og fjöldi þeirra sem hafa fengið heimahjúkrun hefur vaxið úr 2.089 manns árið 2009, í 2.387 árið 2015. Kostnaður við heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu er brot af því sem kostar að reka hjúkrunarrými. Meðan kostnaður við hjúkrunarrými er ca. 10 milljónir á ári, er kostnaður við heimahjúkrun rétt yfir hálfri milljón á ári og kostnaður við félagslega heimaþjónustu er um 480 þúsund á ári. Samtals kostnaður um 1 milljón í stað 10. Það er mat greinarhöfunda að það sé mikilvægt að þjónusta sveitarfélaga verði samþætt með sama hætti og gert er í Reykjavík og að mikilvægt sé að auka fé til málaflokksins þannig að aldraðir fái öflugan félagslegan stuðning og hjálp, hjúkrun og endurhæfingu ef þarf og geti þannig sannarlega valið að búa lengur heima við eðlilegar aðstæður. Þetta mundi lækka kostnað vegna þjónustu við aldraða til lengri tíma litið og auka vellíðan og virkni eldra fólks um leið. Með því að veita meira fjármagni í þjónustu og stuðning má í mörgum tilfellum koma í veg fyrir slys og veikindi sem kosta samfélagið meira og minnkar lífsgæði og lífslíkur fólks.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun