Adam Sandler stal senunni á Cannes með því að minna á að hann getur leikið Birgir Olgeirsson skrifar 21. maí 2017 19:45 Adam Sandler á rauða dreglinum í Cannes. Vísir/EPA Kvikmyndahátíðin í frönsku borginni Cannes er í fullum gangi en þar hefur streymisveitan Netflix verið til mikillar umræðu og áhrif hennar á framtíð kvikmynda. Ákvörðun forsvarsmanna kvikmyndahátíðarinnar að leyfa myndir frá Netflix á hátíðinni hafa valdið miklum deilum, en hingað til höfðu kvikmyndir sem höfðu verið forsýndar í kvikmyndahúsum rétt til þátttöku. Eru margir ósáttir við að kvikmyndir sem ekki hafa verið frumsýndar á hvíta tjaldinu fái að taka þátt á þessari virtustu kvikmyndahátíð heims.Adam Sandler ásamt eiginkonu sinni Jackie í Cannes.Vísir/EPANú þegar hafa tvær myndir frá Netflix verið sýndar á Cannes og segir blaðamaður Mashable að hvort sem fólk sé sammála um tilverurétt Netflix á hátíðinni eða ekki, þá sé það á hreinu að streymisveitan hafi fært áhorfendum á Cannes eitthvað sérstakt. Kvikmyndin The Meyerowitz Stories, sem var sýnd í dag, er nefnd því til sönnunar. Hún er sögð hjartnæm, fyndin og handrit hennar afburða gott. Um er að ræða eina af myndum Netflix sem sýnd er á Cannes en fyrir nokkrum dögum var Netflix-myndin Okja sýnd á hátíðinni og hlaut mikið lof. „Það sem er kannski hvað minnisstæðast við þessa mynd, er að hún sýnir hversu fjári góður leikari Adam Sandler getur verið í réttu hlutverki,“ skrifar Sam Haysom. Myndin segir frá brotinni fjölskyldu þar sem meðlimir hennar kljást allir við einhverskonar tilvistarkreppu. Dustin Hoffman leikur fjölskylduföðurinn sem horfir með söknuð á eftir listamannsferli sínum. Adam Sandler leikur annan af sonum hans, Danny, sem er atvinnulaus faðir sem er nýskilinn við eiginkonu sína. Ben Stiller leikur hálfbróður hans sem á nokkurri velgengni að fagna í sínu lífi, en það hefur gert það að verkum að hann hefur fjarlægst systkini sín. Emma Thompson leikur eiginkonu Dustin Hoffman í þessari mynd, en sú glímir við mikla áfengisfíkn. Emma Marvel leikur síðan dóttur Dustin Hoffman í þessari mynd sem ber harm sinn í hljóði eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli.Ben Stiller, Dustin Hoffman og Adam Sandler fara með hlutverk í myndinni The Meyerowitz Stories.Vísir/EPABandaríska tímaritið Variety rifjar upp að Adam Sandler hafi verið hrókur alls fagnaðar á Cannes fyrir fimmtán árum þegar myndin Punch Drunk Love var sýnd þar og fékk fínar viðtökur. Þar hafi hann sýnt og sannað að hann getur tekið að sér alvarleg hlutverk, og geri það aftur í The Meyerowitz Stories. „Ég trúði því ekki að ég væri að fara að leika í þessari mynd,“ hefur Variety eftir Sandler á fundi með blaðamönnum á Cannes fyrr í dag. Hann sagðist hafa elskað handrit myndarinnar frá fyrsta lestri. „Það er öðruvísi fyrir grínista þegar hann færi tilboð líkt og þetta. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég vildi ekki bregðast neinum og þyrfti því að leggja mikið á mig til að kynna mér efnið og vera eins góður og ég mögulega get.“Leikstjórinn Pedro Almodovar er formaður dómnefndar Cannes í ár en hann sagði á blaðamannafundi í síðustu viku að hann gæti ekki hugsað sér að veita kvikmynd sem ekki var frumsýnd í kvikmyndahúsi Gullpálmann eftirsótta. Hann sagði það ekki vera sömu upplifun að sjá myndir á sjónvarpsskjá. Það sé hluti af áhorfi kvikmynda að upplifa þær á risastórum skjá. „Hann sagði það líka um Happy Gilmore,“ sagði Ben Stiller stríðinn á blaðamannafundinum fyrr í dag, en hann fór með lítið hlutverk í þessari gamanmynd Adam Sandler sem kom út á tíunda áratug síðustu aldar, þegar ummæli Almadovar voru borin upp. Adam Sandler hefur átt misjöfnu gengi að fagna undafarin ár. Flestar af myndunum sem hann hefur leikið í síðastliðinn áratug hafa fengið útreið hjá gagnrýnendum og aðsóknin í kvikmyndahúsum ekkert sérstök, en hann hefur hins vegar malað gull á streymisveitum og gerði til að mynda samning um gerð fjölda kvikmynda við streymisveituna Netflix fyrir nokkru. Cannes Netflix Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í frönsku borginni Cannes er í fullum gangi en þar hefur streymisveitan Netflix verið til mikillar umræðu og áhrif hennar á framtíð kvikmynda. Ákvörðun forsvarsmanna kvikmyndahátíðarinnar að leyfa myndir frá Netflix á hátíðinni hafa valdið miklum deilum, en hingað til höfðu kvikmyndir sem höfðu verið forsýndar í kvikmyndahúsum rétt til þátttöku. Eru margir ósáttir við að kvikmyndir sem ekki hafa verið frumsýndar á hvíta tjaldinu fái að taka þátt á þessari virtustu kvikmyndahátíð heims.Adam Sandler ásamt eiginkonu sinni Jackie í Cannes.Vísir/EPANú þegar hafa tvær myndir frá Netflix verið sýndar á Cannes og segir blaðamaður Mashable að hvort sem fólk sé sammála um tilverurétt Netflix á hátíðinni eða ekki, þá sé það á hreinu að streymisveitan hafi fært áhorfendum á Cannes eitthvað sérstakt. Kvikmyndin The Meyerowitz Stories, sem var sýnd í dag, er nefnd því til sönnunar. Hún er sögð hjartnæm, fyndin og handrit hennar afburða gott. Um er að ræða eina af myndum Netflix sem sýnd er á Cannes en fyrir nokkrum dögum var Netflix-myndin Okja sýnd á hátíðinni og hlaut mikið lof. „Það sem er kannski hvað minnisstæðast við þessa mynd, er að hún sýnir hversu fjári góður leikari Adam Sandler getur verið í réttu hlutverki,“ skrifar Sam Haysom. Myndin segir frá brotinni fjölskyldu þar sem meðlimir hennar kljást allir við einhverskonar tilvistarkreppu. Dustin Hoffman leikur fjölskylduföðurinn sem horfir með söknuð á eftir listamannsferli sínum. Adam Sandler leikur annan af sonum hans, Danny, sem er atvinnulaus faðir sem er nýskilinn við eiginkonu sína. Ben Stiller leikur hálfbróður hans sem á nokkurri velgengni að fagna í sínu lífi, en það hefur gert það að verkum að hann hefur fjarlægst systkini sín. Emma Thompson leikur eiginkonu Dustin Hoffman í þessari mynd, en sú glímir við mikla áfengisfíkn. Emma Marvel leikur síðan dóttur Dustin Hoffman í þessari mynd sem ber harm sinn í hljóði eftir að hafa orðið fyrir miklu áfalli.Ben Stiller, Dustin Hoffman og Adam Sandler fara með hlutverk í myndinni The Meyerowitz Stories.Vísir/EPABandaríska tímaritið Variety rifjar upp að Adam Sandler hafi verið hrókur alls fagnaðar á Cannes fyrir fimmtán árum þegar myndin Punch Drunk Love var sýnd þar og fékk fínar viðtökur. Þar hafi hann sýnt og sannað að hann getur tekið að sér alvarleg hlutverk, og geri það aftur í The Meyerowitz Stories. „Ég trúði því ekki að ég væri að fara að leika í þessari mynd,“ hefur Variety eftir Sandler á fundi með blaðamönnum á Cannes fyrr í dag. Hann sagðist hafa elskað handrit myndarinnar frá fyrsta lestri. „Það er öðruvísi fyrir grínista þegar hann færi tilboð líkt og þetta. Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég vildi ekki bregðast neinum og þyrfti því að leggja mikið á mig til að kynna mér efnið og vera eins góður og ég mögulega get.“Leikstjórinn Pedro Almodovar er formaður dómnefndar Cannes í ár en hann sagði á blaðamannafundi í síðustu viku að hann gæti ekki hugsað sér að veita kvikmynd sem ekki var frumsýnd í kvikmyndahúsi Gullpálmann eftirsótta. Hann sagði það ekki vera sömu upplifun að sjá myndir á sjónvarpsskjá. Það sé hluti af áhorfi kvikmynda að upplifa þær á risastórum skjá. „Hann sagði það líka um Happy Gilmore,“ sagði Ben Stiller stríðinn á blaðamannafundinum fyrr í dag, en hann fór með lítið hlutverk í þessari gamanmynd Adam Sandler sem kom út á tíunda áratug síðustu aldar, þegar ummæli Almadovar voru borin upp. Adam Sandler hefur átt misjöfnu gengi að fagna undafarin ár. Flestar af myndunum sem hann hefur leikið í síðastliðinn áratug hafa fengið útreið hjá gagnrýnendum og aðsóknin í kvikmyndahúsum ekkert sérstök, en hann hefur hins vegar malað gull á streymisveitum og gerði til að mynda samning um gerð fjölda kvikmynda við streymisveituna Netflix fyrir nokkru.
Cannes Netflix Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira