Juventus ítalskur meistari sjötta árið í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. maí 2017 15:02 Juventus-menn fagna einu af mörkum dagsins. Vísir/getty Juventus tryggði sér ítalska meistaratitilinn með 3-0 sigri á Crotone á heimavelli í dag en Juventus er því ítalskur meistari sjötta árið í röð þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Roma átti enn möguleika á að ná Juventus að stigum fyrir leikinn í dag eftir 3-1 sigur þegar liðin mættust fyrir viku síðan en Crotone sem er í harðri fallbaráttu var lítil fyrirstaða fyrir meistaranna. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir á 12. mínútu eftir undirbúning Juan Cuadrado en Pablo Dybala bætti við öðru marki stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan því 2-0 í hálfleik. Crotone ógnaði aldrei forskoti Juventus í seinni hálfleik en bakvörðurinn Alex Sandro innsiglaði sigur Juventus á 83. mínútu og um leið ítalska meistaratitilinn. Juventus vinnur því tvöfalt heimafyrir eftir sigur gegn Lazio í bikarúrslitunum fyrr í vikunni en þeir geta hvílt leikmenn gegn Bologna um næstu helgi fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid 3. júní næstkomandi. Emil Hallfreðsson lék 90 mínútur í 1-1 jafntefli Udinese á heimavelli gegn Sampdoria en þetta var síðasti heimaleikur Udinese á tímabilinu. Heimamenn luku leik með aðeins níu leikmenn eftir tvö rauð spjöld í upphafi seinni hálfleiks en tíu leikmenn Sampdoria náðu ekki að nýta sér það. Þá vann AC Milan 3-0 sigur á heimavelli gegn Bologna en öll þrjú mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Með þessum sigri tryggði AC Milan sér þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.Úrslit dagsins: AC Milan 3-0 Bologna Empoli 0-1 Atalanta Genoa 2-1 Torino Juevntus 3-0 Crotone Sassuolo 6-2 Cagliari Udinese 1-1 Sampdoria Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira
Juventus tryggði sér ítalska meistaratitilinn með 3-0 sigri á Crotone á heimavelli í dag en Juventus er því ítalskur meistari sjötta árið í röð þrátt fyrir að ein umferð sé eftir. Roma átti enn möguleika á að ná Juventus að stigum fyrir leikinn í dag eftir 3-1 sigur þegar liðin mættust fyrir viku síðan en Crotone sem er í harðri fallbaráttu var lítil fyrirstaða fyrir meistaranna. Króatíski framherjinn Mario Mandzukic kom Juventus yfir á 12. mínútu eftir undirbúning Juan Cuadrado en Pablo Dybala bætti við öðru marki stuttu fyrir lok fyrri hálfleiks og var staðan því 2-0 í hálfleik. Crotone ógnaði aldrei forskoti Juventus í seinni hálfleik en bakvörðurinn Alex Sandro innsiglaði sigur Juventus á 83. mínútu og um leið ítalska meistaratitilinn. Juventus vinnur því tvöfalt heimafyrir eftir sigur gegn Lazio í bikarúrslitunum fyrr í vikunni en þeir geta hvílt leikmenn gegn Bologna um næstu helgi fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid 3. júní næstkomandi. Emil Hallfreðsson lék 90 mínútur í 1-1 jafntefli Udinese á heimavelli gegn Sampdoria en þetta var síðasti heimaleikur Udinese á tímabilinu. Heimamenn luku leik með aðeins níu leikmenn eftir tvö rauð spjöld í upphafi seinni hálfleiks en tíu leikmenn Sampdoria náðu ekki að nýta sér það. Þá vann AC Milan 3-0 sigur á heimavelli gegn Bologna en öll þrjú mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Með þessum sigri tryggði AC Milan sér þátttökurétt í undankeppni Evrópudeildarinnar á næsta tímabili.Úrslit dagsins: AC Milan 3-0 Bologna Empoli 0-1 Atalanta Genoa 2-1 Torino Juevntus 3-0 Crotone Sassuolo 6-2 Cagliari Udinese 1-1 Sampdoria
Ítalski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Sjá meira