Veðurfræðingur um sumarbyrjun: „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 31. maí 2017 19:37 Sumar og sól í Nauthólsvík. Nú er bara að bíða og vona. Vísir/Anton Brink Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar. Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira
Fyrsti júní er handan við hornið og Íslendingar væntanlega farnir að grafa upp stuttbuxurnar, sundfötin og sólarolíuna. Vísir hafði samband við vakthafandi veðurfræðing, Hrafn Guðmundsson, og spurði hann út í sumarveðrið. Samkvæmt því samtali geta Norðlendingar lagt stuttbuxunum fyrstu vikuna í júní. „Það er enginn fimbulkuldi eða neitt þannig en það verður svolítið svalt norðan til,“ segir Hrafn og bendir jafnframt á að sunnlendingar sleppi þó vel við kuldann. Hrafn vill þó lítið tjá sig um sumarveðrið en segir þó að Veðurstofan geri yfirleitt árstíðarspá til að reyna að sjá fyrir komandi árstíð. Samkæmt árstíðarspá sem gerð var 12. maí síðastliðinn kemur fram að útlit sé fyrir að hiti verði yfir meðallagi yfir sumarmánuðina og úrkoma og loftþrýsingur verði nálægt meðaltali. Hrafn slær þó varnagla við þessa spá og segir að um grófa spá sé að ræða.Hungurdiskar og sumareinkunn maímánaðar„Fyrir nokkrum árum fór ég að búa til svona einkunn fyrir sumarið, gæðaeinkunn, sem byggist á hita, sólksyni og úrkomu og gef einkunn,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur þegar Vísir spyr hann út í sumarveðrið. Trausti er einn þeirra sem velt hefur veðurfari á Íslandi og sumarveðrinu fyrir sér og heldur hann úti blogginu Hungurdiskar. Á blogginu má finna nákvæmar greiningar og vangaveltur Trausta um íslenskt veðurfar. Trausti nefnir þó að ekki sé um spávettvang að ræða. Nýverið greindi Trausti frá sumareinkunn maímánaðar. Maí fær þar sjö stig af sextán og telst því í meðallagi góður. Trausti segir þó mikilvægt að muna að maí sé vormánuður en ekki sumarmánuður og því sé ekki hægt að búast við því að sumarið komi strax í maí. Aðspurður um nafnið á bloggsíðunni segir Trausti að Hungurdiskar sé vísun í ákveðna tekund af ís. „Það er ís sem lítur út eins og lummur eða pönnukökur og kemur þegar vatnsstraumur frýs. Matthías Jochumsson fann upp orðið og notaði það um hafísinn í almennari merkingu. Hafísinn er gjarnan tengdur hungri og vesæld. Ég nota það fyrst og fremst vegna þess að það er auðvelt að finna það á netinu og það er ekki notað yfir neitt annað,“ segir Trausti. Áhugasamir geta því fylgst með greiningu Trausta á sumarmánuðum inn á bloggi hans en einnig inn á facebookhópnum Hungurdiskar.
Veður Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka Sjá meira