Lögregla í Þýskalandi hefur handtekið sautján ára Sýrlending vegna gruns um að hafa ætlað sér að fremja sjálfsvígssprengjuárás í Berlín. Maðurinn hafði sótt um hæli í landinu.
Karl Heinz Schröter, innanríkisráðherra sambandsríkisins Brandenburg, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Uckermark, norðaustur af Berlín við landamærin að Póllandi.
Í frétt BBC segir að frekari upplýsingar um áform mannsins hafi enn ekki verið gefnar upp.
Fjölmargar árásir voru gerðar í Þýskalandi á síðasta ári.
