Erlent

Semja á ný vegna Brexit

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Brexit getur haft áhrif á samninga Færeyja og Grænlands í sjávarútvegsmálum.
Brexit getur haft áhrif á samninga Færeyja og Grænlands í sjávarútvegsmálum. vísir/gva
Væntanleg útganga Breta úr Evrópusambandinu, það er Brexit, getur haft áhrif á samninga sem Grænland og Færeyjar hafa gert við Bretland, einkum í sjávarútvegsmálum. Þetta viðurkenna bæði utanríkisráðherra Danmerkur, Anders Samuelsen, og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra.

Á vef grænlenska útvarpsins segir að unnið sé að því í samvinnu við Grænland og Færeyjar að tryggja hagsmuni ríkjasambandsins við gerð nýrra samninga milli danska ríkisins og Bretlands. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×