Upphafsmaður ananas-pizzunnar látinn Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 9. júní 2017 18:59 Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. Vísir/Getty Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir. Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Sam Panopoulous, maðurinn sem er talinn hafa fundið upp á því að setja ananas á pizzur, lést í gær 82 ára að aldri. Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands um ananas á pizzur vöktu heimsathygli í byrjun árs. Guðni sagðist mæla með fiskmeti á pizzur en sagðist vera alfarið á móti ananas á pizzur og bætti við að gæti hann sett lög um það myndi hann banna ananas á pizzur. Forsetinn útskýrði ummæli sín í kjölfarið og sagðist finnast ananas góður en ekki á pizzu og áréttaði að hann gæti ekki sett lög sem banni fólki að setja ananas á pizzuna sína. Upphaf Hawaii-pizzunnar svokölluðu má rekja til veitingastaðarins Satellite í borginni Chatham í Kanada árið 1962. „Þegar ég var að finna upp á ananas-pizzunni þá var forseti Íslands ekki einu sinni fæddur,“ sagði Panopoulos þegar hann var spurður út í ummæli Guðna í viðtali við CBC Radio í febrúar síðastliðnum, en Guðni er fæddur árið 1968.Sjá einnig: Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn „Það var engin pizza í Kanada á þessum tíma. Við fengum pizzu frá Detroit og ég var með veitingastað í Chatham. Við fórum til Windsor nokkrum sinnum þar sem pizza fékkst frá Detroit, prufuðum hana og ákváðum að fara að baka þær sjálfir. Við ákváðum að henda ananas á þær og engum líkaði það í fyrstu. En síðan urðu allir vitlausir í það. Á þeim tíma var enginn að blanda saman sætu og súru. Þetta var bara látlaus matur. Þetta hélt sér og við seldum pizzur næstu 40 til 45 árin.“ Hann spyr hvers vegna Guðni vill láta banna ananas á pizzur en gefst svo upp á að reyna að skilja það. „Hann getur gert það sem hann vill, mér er sama. Ég fæ ekkert út úr þessu. Hann getur gert það sem hann langar.“ Hann sagðist aðspurður ekki hafa sótt um einkaleyfi á ananas-pizzuna á sínum tíma. „Ég vildi óska að ég hefði gert það. Þegar ég hins vegar gerði fyrstu ananas-pizzuna var ekkert á bak við það. Þetta var bara eitt brauðið til viðbótar í bökun í ofni.“ Hann sagði að í dag megi setja allt á pizzu og segist vera sammála forseta Íslands að fiskmeti á pizzur sé lostæti. „Það er það, en á eftir ananasnum mínum, segðu honum það.“ Ekki er vitað hvort Guðni og Panopoulous hafi náð að ræða saman um málið, en arfleið Panopoulous lifir.
Ananas á pítsu Forseti Íslands Tengdar fréttir Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44 Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40 Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26 Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15 Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20 Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Fleiri fréttir Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Sjá meira
Sendiráð Íslands í Bretlandi fékk ananas-pizzur sendar frá leyndum aðdáanda "Long live the pineapple pizza“ 22. febrúar 2017 16:44
Guðni myndi banna ananas á pizzur Varpaði þessari bombu í Menntaskólanum á Akureyri. 16. febrúar 2017 16:40
Stóra pizzumálið ratar í heimsfréttirnar Fjölmiðlar víða um heim fjalla um stóra pizzumálið. 21. febrúar 2017 23:26
Upphafsmaður ananas-pizzunnar: Forseti Íslands var ekki fæddur þegar fyrsta ananas-pizzan fór í ofninn Ummæli Guðna Th. Jóhannessonar um ananas á pizzur hafa vakið heimsathygli en hér er reynt að fara yfir það hvers vegna fólk hefur svona sterkar skoðanir á málinu. 22. febrúar 2017 12:15
Guðni Th. um stóra pizzumálið: „Ég get ekki sett lög sem banna fólki að setja ananas á pítsuna sína“ Forseti Íslands tjáir sig eftir að hafa gantast með að vilja setja lög sem banna ananas á pizzur. 21. febrúar 2017 15:20