Fengum virkilega flott svar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2017 06:00 Blikinn Ingibjörg Sigurðardóttir komst vel frá sínum fyrsta landsleik. mynd/hafliði breiðfjörð Ísland magalenti í síðasta landsleik og tapaði 4-0 fyrir Hollandi. Íslensku stelpurnar voru ólíkar sjálfum sér í leiknum gegn Hollendingum en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson sagðist hafa kannast betur við sínar stelpur í leiknum í gær. „Auðvitað var þetta barningur þar sem þær hættu mjög snemma að þora að spila og fóru í langa bolta. Svo fengu þær ótrúlega mikið af ódýrum aukaspyrnum og öll löngu innköstin. Við áttum von á því og það var gott að fá að slást og berjast. Við vorum með allt á hreinu og stóðumst það próf upp á 10. Ég var hrikalega ánægður með það,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Það hellirigndi í Dublin í gær og völlurinn var erfiður viðureignar. Að sögn Freys reyndu íslensku stelpurnar þó að halda boltanum á jörðinni og spila honum á milli sín. „Þrátt fyrir úrhelli og þungan og erfiðan völl þorðum við að spila. Við lögðum upp með að halda boltanum með ákveðnum hætti og stjórna leiknum. Við gerðum það mjög vel. Við æfðum þetta alla vikuna og fórum með það inn í leikinn. Ég held að við höfum aldrei haldið boltanum jafn vel innan liðsins gegn jafn sterkum andstæðingum og Írum,“ sagði Freyr. „Við fengum á okkur fjögur mörk í Hollandi og litum ekki út sem liðsheild. En krafturinn, hugarfarið og varnarleikurinn í öllum stöðum vallarins var framúrskarandi í dag. Ég þurfti að sjá það í dag [í gær]. Þetta svar var virkilega flott.“ Að sögn Freys hefði íslenska liðið átt að vinna leikinn í gær. Löglegt mark var dæmt af Íslendingum sem fékk svo bestu færin í leiknum. Hallbera Guðný Gísladóttir fékk úrvalsfæri í fyrri hálfleik og í þeim seinni voru Katrín Ásbjörnsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir nálægt því að skora. „Eins og ég sagði fyrir leikinn var ég að horfa á frammistöðuna og ég var ánægður með hana. En það er alltaf gott að vinna. Við fengum tvö dauðafæri í seinni hálfleik sem við áttum að klára. Það er kannski það eina sem ég er ósáttur við en spilamennskan í aðdraganda færanna mjög góð,“ sagði Freyr. Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára leikmaður Breiðabliks, var í byrjunarliði í sínum fyrsta landsleik og lék allan tímann í vörninni. Freyr kvaðst ánægður með frammistöðu Ingibjargar í leiknum í gær. „Ég var búinn að ákveða að hún tæki þátt í þessum leik, bara ekki hversu mikið. Anna Björk [Kristjánsdóttir] fékk tak í nárann daginn fyrir leik og fyrst Ingibjörg var klár treysti ég henni. Hún er nógu góð til að spila og ég var mjög ánægður með hennar frammistöðu,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir fékk tækifæri í byrjunarliðinu í sínum þriðja landsleik. „Mér fannst hún koma mjög vel út úr leiknum,“ sagði Freyr. „Það hefði hentað henni mjög vel að geta farið einn á einn en það var erfitt að rekja boltann vegna aðstæðna. En hún gerði það nokkrum sinnum og fíflaði þær alveg upp úr skónum. Hugarfarið hennar er virkilega gott og hún pressar alltaf af fullum krafti og vinnur á við tvo. Okkur líkar gríðarlega vel við það auk þess sem hún hefur þessa náttúruhæfileika til að geta unnið leiki.“ Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 í gær en Freyr hefur gefið það út að íslenska liðið muni spila það á stóra sviðinu í Hollandi. Hallbera var á sínum stað í stöðu vinstri vængbakvarðar en hægra megin var miðjumaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Að sögn Freys leysti Gunnhildur þessa nýju stöðu með sóma. „Hún hefur alla eiginleika til að spila þá stöðu. Hún er sennilega ein af þremur í liðinu sem hefur mestu hlaupagetuna. Hún getur farið upp og niður kantinn allan leikinn. Hún er líka gríðarlega sterk í loftinu og er ógnandi þegar hún mætir á fjærstöng,“ sagði Freyr. Dagný Brynjarsdóttir kom ekkert við sögu í leiknum í gær. Hún hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum mánuðum en er að komast aftur á ferðina og lék m.a. með félagsliði sínu, Portland Thorns, um síðustu helgi. Freyr segir þó ólíklegt að Dagný spili leikinn gegn Brasilíu á þriðjudaginn kemur. „Eins og staðan er núna eru minni líkur á því en meiri. Það þýðir samt ekki að það sé komið bakslag hjá henni. Hún hefur æft af fullum krafti með okkur. Völlurinn var gríðarlega þungur og erfiður og við erum með samkomulag við Portland um að hugsa vel um hana og reyna að takmarka mínúturnar hennar. Ég reikna ekki með að hún spili á móti Brasilíu,“ sagði Freyr. Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir missti af leiknum í gær vegna meiðsla. Freyr segir að það komi betur í ljós þegar heim er komið hvort Margrét Lára geti tekið þátt í leiknum gegn Brasilíu. „Hún fer í myndatöku þegar við komum heim til að fullvissa okkur um að allt sé rétt greint. Þetta kemur í ljós á laugardagsmorgun þegar við fáum niðurstöður úr myndatökunni,“ sagði Freyr að lokum. EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira
Ísland magalenti í síðasta landsleik og tapaði 4-0 fyrir Hollandi. Íslensku stelpurnar voru ólíkar sjálfum sér í leiknum gegn Hollendingum en landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson sagðist hafa kannast betur við sínar stelpur í leiknum í gær. „Auðvitað var þetta barningur þar sem þær hættu mjög snemma að þora að spila og fóru í langa bolta. Svo fengu þær ótrúlega mikið af ódýrum aukaspyrnum og öll löngu innköstin. Við áttum von á því og það var gott að fá að slást og berjast. Við vorum með allt á hreinu og stóðumst það próf upp á 10. Ég var hrikalega ánægður með það,“ sagði Freyr í samtali við Fréttablaðið. Það hellirigndi í Dublin í gær og völlurinn var erfiður viðureignar. Að sögn Freys reyndu íslensku stelpurnar þó að halda boltanum á jörðinni og spila honum á milli sín. „Þrátt fyrir úrhelli og þungan og erfiðan völl þorðum við að spila. Við lögðum upp með að halda boltanum með ákveðnum hætti og stjórna leiknum. Við gerðum það mjög vel. Við æfðum þetta alla vikuna og fórum með það inn í leikinn. Ég held að við höfum aldrei haldið boltanum jafn vel innan liðsins gegn jafn sterkum andstæðingum og Írum,“ sagði Freyr. „Við fengum á okkur fjögur mörk í Hollandi og litum ekki út sem liðsheild. En krafturinn, hugarfarið og varnarleikurinn í öllum stöðum vallarins var framúrskarandi í dag. Ég þurfti að sjá það í dag [í gær]. Þetta svar var virkilega flott.“ Að sögn Freys hefði íslenska liðið átt að vinna leikinn í gær. Löglegt mark var dæmt af Íslendingum sem fékk svo bestu færin í leiknum. Hallbera Guðný Gísladóttir fékk úrvalsfæri í fyrri hálfleik og í þeim seinni voru Katrín Ásbjörnsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir nálægt því að skora. „Eins og ég sagði fyrir leikinn var ég að horfa á frammistöðuna og ég var ánægður með hana. En það er alltaf gott að vinna. Við fengum tvö dauðafæri í seinni hálfleik sem við áttum að klára. Það er kannski það eina sem ég er ósáttur við en spilamennskan í aðdraganda færanna mjög góð,“ sagði Freyr. Ingibjörg Sigurðardóttir, 19 ára leikmaður Breiðabliks, var í byrjunarliði í sínum fyrsta landsleik og lék allan tímann í vörninni. Freyr kvaðst ánægður með frammistöðu Ingibjargar í leiknum í gær. „Ég var búinn að ákveða að hún tæki þátt í þessum leik, bara ekki hversu mikið. Anna Björk [Kristjánsdóttir] fékk tak í nárann daginn fyrir leik og fyrst Ingibjörg var klár treysti ég henni. Hún er nógu góð til að spila og ég var mjög ánægður með hennar frammistöðu,“ sagði Freyr. Hin 17 ára Agla María Albertsdóttir fékk tækifæri í byrjunarliðinu í sínum þriðja landsleik. „Mér fannst hún koma mjög vel út úr leiknum,“ sagði Freyr. „Það hefði hentað henni mjög vel að geta farið einn á einn en það var erfitt að rekja boltann vegna aðstæðna. En hún gerði það nokkrum sinnum og fíflaði þær alveg upp úr skónum. Hugarfarið hennar er virkilega gott og hún pressar alltaf af fullum krafti og vinnur á við tvo. Okkur líkar gríðarlega vel við það auk þess sem hún hefur þessa náttúruhæfileika til að geta unnið leiki.“ Ísland spilaði leikkerfið 3-4-3 í gær en Freyr hefur gefið það út að íslenska liðið muni spila það á stóra sviðinu í Hollandi. Hallbera var á sínum stað í stöðu vinstri vængbakvarðar en hægra megin var miðjumaðurinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Að sögn Freys leysti Gunnhildur þessa nýju stöðu með sóma. „Hún hefur alla eiginleika til að spila þá stöðu. Hún er sennilega ein af þremur í liðinu sem hefur mestu hlaupagetuna. Hún getur farið upp og niður kantinn allan leikinn. Hún er líka gríðarlega sterk í loftinu og er ógnandi þegar hún mætir á fjærstöng,“ sagði Freyr. Dagný Brynjarsdóttir kom ekkert við sögu í leiknum í gær. Hún hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum mánuðum en er að komast aftur á ferðina og lék m.a. með félagsliði sínu, Portland Thorns, um síðustu helgi. Freyr segir þó ólíklegt að Dagný spili leikinn gegn Brasilíu á þriðjudaginn kemur. „Eins og staðan er núna eru minni líkur á því en meiri. Það þýðir samt ekki að það sé komið bakslag hjá henni. Hún hefur æft af fullum krafti með okkur. Völlurinn var gríðarlega þungur og erfiður og við erum með samkomulag við Portland um að hugsa vel um hana og reyna að takmarka mínúturnar hennar. Ég reikna ekki með að hún spili á móti Brasilíu,“ sagði Freyr. Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir missti af leiknum í gær vegna meiðsla. Freyr segir að það komi betur í ljós þegar heim er komið hvort Margrét Lára geti tekið þátt í leiknum gegn Brasilíu. „Hún fer í myndatöku þegar við komum heim til að fullvissa okkur um að allt sé rétt greint. Þetta kemur í ljós á laugardagsmorgun þegar við fáum niðurstöður úr myndatökunni,“ sagði Freyr að lokum.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Sjá meira