Formaður þýska sambandsins: Möguleiki að Þjóðverjar mæti ekki á HM í Katar 2022 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 18:30 Bastian Schweinsteiger og Philip Lahm fagna með heimsbikarinn 2014. Vísir/Getty Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira
Heimsmeistarakeppnin í Katar fer ekki fram fyrr en eftir fimm ár en margir í fótboltaheiminum hafa nú sem áður miklar áhyggjur af þróun mála í Katar. Þar á meðal eru forráðamenn þýska sambandsins sem hóta því nú að sniðganga keppnina vegna tengsla Katar við hryðjuverkahópa. Þjóðverjar hafa verið fastagestir á HM og eru núverandi heimsmeistarar í knattspyrnu. Það má segja að þessi umdeilda ákvörðun að láta Katar halda heimsmeistarakeppnina árið 2022 hafi kallað á stanslausa umfjöllun í fjölmiðlum heimsins allt frá því að FIFA tilkynnti óvænt um ákvörðun sína í desember 2010. Nóg hefur verið að taka þegar kemur að vandamálum og veseni í kringum keppnina og það hefur meðal annars þurft að færa hana inn á keppnistímabilið af því að það er ómögulegt að spila hana í hinum mikla sumarhita í Katar. Lengi hafa menn líka vitað af slæmri meðferð erlends vinnufólks í Katar sem vinnur að því að gera leikvangana og önnur mannvirki klár fyrir keppnina. Það nýjasta er sú staðreynd að fimm ríki hafa slitið stjórnmálasambandi við Katar og sakað yfirvöld þar í landi um að styðja hryðjuverkahópa. Umrædd ríki eru Sádí Arabía, Egyptaland, Barein, Sameinuðu arabísku furstadæmin og Jemen. Die Welt fjallaði um málið út frá viðbrögðum Reinhard Grindel, formanns þýska knattspyrnusambandsins. „Það er ljóst að allur fótboltaheimurinn hlýtur að vera sammála um það að stórmót geta ekki farið fram í löndum sem styðja hryðjuverkastarfsemi,“ sagði Reinhard Grindel við Die Welt. Hann segir því möguleika á því að Þýskaland sniðgangi heimsmeistarakeppnina í Katar. Grindel er þó á því að enn sé tími til að leysa þetta vandamál en hann sagði ennfremur að bæði UEFA og þýsk stjórnvöld þurfi að ræða nýja pólitíska stöðu á svæðinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Newcastle United | Þurfa að stöðva blæðinguna Í beinni: Ipswich Town - Chelsea | Særðir en þurfa sigur Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Sjá meira