McEnroe gagnrýnir Djokovic: Hann bara gafst upp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2017 15:45 Novak Djokovic Vísir/Getty Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan. Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira
Novak Djokovic var sópað út úr opna franska meistaramótinu í tennis í gær og margir hafa gagnrýnt Djokovic fyrir frammistöðu sína á móti Austurríkismanninum Dominic Thiem. Dominic Thiem vann öll settin eða 7-6 (7-5) 6-3 og 6-0. Þetta er sem dæmi í fyrsta sinn sem Djokovic tapar setti 6-0 síðan árið 2005. Djokovic átti titil að verja á þessu risamóti en hefur nú misst alla risamótstitlana sína á síðustu tólf mánuðum. „Ég man ekki eftir að hafa séð það á síðustu sex til átta árum að Novak hafi bara hætt að reyna. Hann gafst hreinlega upp,“ sagði gamla tennisstjarnan John McEnroe í viðtali við BBC. „Í þriðja settinu leit þetta út eins og hann vildi ekki vera þarna. Hann vildi ekki keppa og það er átakanlegt fyrir mann sem hefur unnið svo mikið og leggur svona mikið stolt í að vera mikill keppnismaður,“ sagði McEnroe. Dominic Thiem hafði aldrei áður náð að vinna Novak Djokovic á tennisvellinum en Austurríkismaðurinn vann sér inn undanúrslitaleik á móti Spánverjanum Rafael Nadal. „Ég er í stöðu sem ég hef aldrei verið í áður. Undanfarna sjö til átta mánuði hef ég ekki unnið nein mót og það hefur ekki gerst í mörg ár. Maður þarf víst bara að komast í gegnum þetta, læra af þessu og finna leið til að verða sterkari. Þetta er mikil áskorun en ég er klár í að takast á við hana,“ sagði Novak Djokovic eftir leikinn. Novak Djokovic datt út í átta manna úrslitunum núna en hafði tapað í annarri umferð á opna ástralska fyrr á þessu ári. Hann spilaði síðast til úrslita á opna bandaríska mótinu síðasta sumar en vann síðast risamót á opna franska mótinu fyrir ári síðan.
Tennis Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Hágrét eftir heimsmeistaratitil Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Hárið í hættu hjá United manninum Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Dagskráin í dag: Tommi og Nablinn á Extraleikunum Sjá meira