Opið bréf til Dags B. Eggertssonar Marta Guðjónsdóttir skrifar 8. júní 2017 07:32 Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Marta Guðjónsdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Kæri borgarstjóri. Ég leyfi mér hér í upphafi að vísa til þess að þú ert fjögurra barna faðir og ættir því að hafa fullan skilning á mikilvægi þess að reykvísk ungmenni hafi eitthvað uppbyggilegt á milli handanna og fyrir stafni þegar sumarleyfi skólanna hefjast. Í dag lýkur skólahaldi grunnskólanna og nemendur 8. bekkjar skrá sig til vinnu hjá sínum vinnuskólum, allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, nema í Reykjavík þar sem þú ert borgarstjóri. Þar er þessi kostur ekki í boði fyrir árganginn, fremur en endranær, frá árinu 2011. Á því herrans ári var þrengt verulega að Vinnuskóla Reykjavíkur í hagræðingarskyni, skólahald lagt af hjá nemendum 8. bekkjar og það stytt umtalsvert hjá nemendum níunda og tíunda bekkjar. Á þessum þrengingum hefur engin breyting orðið til batnaðar í sex ár. Það er bagalegt ábyrgðarleysi um mjög mikilvægt málefni. Vandaðir vinnuskólar eins og Reykjavíkurborg hefur haft yfir að ráða, hafa alla burði til að sinna mikilvægu forvarnarstarfi fyrir viðkvæman aldurshóp, veita ungmennum létta vinnu við garðyrkju og umhirðu, kenna þeim að bretta upp ermar og taka til höndum, tryggja þeim útiveru og hreyfingu og styrkja jafnframt umhverfislæsi þeirra: - vitund þeirra, skilning og þekkingu, á borginni, borgarlífinu, borgarlandinu, skipulagi þess, vistkerfi, trjátegundum og öðrum gróðri. Það er því nokkuð ljóst að uppbyggileg sumarvinna mun skila sér margfaldlega í auknum forvörnum, hefur uppeldislegt gildi og er þroskandi fyrir unga borgarbúa. Ábyrgir foreldrar í Reykjavík hafa því í vaxandi mæli áhyggjur að því að börn þeirra hafi að litlu að hverfa í sumarfríi sínu. En við þetta bætist svo grátt ofan á svart, sem í fljótu bragði virðist vera allt annar handleggur, en er þó bara hin hliðin á sömu myntinni: Sífellt fleiri borgarbúum finnst borgin sóðaleg og öll í óhirðu, ekki síst á fögrum sumardögum, þegar svo sjaldan er slegið og illa hirtir hennar grænu engjareitir að þeir líkjast helst óhirtum illgresismelum. Þessi staðreynd gefur þeirri kenningu óneitanlega undir fótinn, hvort Vinnuskóla borgarinnar veitti nokkuð af þeim liðstyrk sem felst í árgangi 8. bekkjar. Ég hef nú verið að tala fyrir þessari tillögu minni í borgarstjórn, um eflingu Vinnuskólans, á hverju vori um nokkurra ára skeið, án nokkurs árangurs. En það hvarflar að mér, Dagur, hvort þú gætir ekki slegið tvær flugur í einu höggi, ef þú rækir nú af þér slyðruorðið, fjölgaðir í Vinnuskólanum og færir að sinna heyönnum eins og gert er á sómasamlegum bæjum. Þá gæturðu kannski talið borgarbúum trú um það að þér þyki nokkuð um hvoru tveggja, unga fólkið í borginni og borgina sjálfa. Ég er viss um að þetta ætti ekki að tefja þig svo mjög frá því að þrengja götur og þétta byggð. Virðingarfyllst, Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun