Verjandinn krefst farsímagagna úr möstrum nærri þeim stað þar sem lík Birnu fannst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. júní 2017 15:30 Thomas Møller Olsen þegar málið gegn honum var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í apríl. vísir/vilhelm Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Verjandi Thomasar Møller Olsen gerir kröfu um að fá að leggja fram símagögn áður en aðalmeðferð í málinu hefst. Kröfuna gerði verjandinn, Páll Rúnar M. Kristjánsson, við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas er ákærður fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar síðastliðnum og situr hann í gæsluvarðhaldi vegna þess. Hann neitar sök í málinu.Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari og Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi hins grunaða, við fyrri fyrirtöku málsins.vísir/anton brinkNærri þeim stað sem líkið fannst Gögnin eru úr farsímamöstrum sem staðsett eru við Suðurstrandaveg, meðal annars við Strandakirkju, sem er á þeim slóðum þar sem lík Birnu fannst. Gögnin eru frá klukkan sex að morgni þann 14. janúar, morguninn sem Birna hvarf, og þar til sólarhring síðar, klukkan sex að morgni 15. janúar. Ákæruvaldið mótmælti kröfunni og sagði varahéraðssaksóknari sem sækir málið, Kolbrún Benediktsdóttir, að um þarfalausa gagnaöflun væri að ræða. Lögreglan hefur umrædd gögn ekki undir höndum og þarf að afla þeirra hjá fjarskiptafyrirtækjunum. Fulltrúum þeirra verður því boðið að koma fyrir dómara við fyrirtöku málsins fimmtudaginn 15. júní. Í framhaldinu þarf dómurinn svo að taka sér tíma til að ákveða hvort gögnin verði lögð fram eða ekki. Þann úrskurð má síðan kæra til Hæstaréttar.Aðalmeðferð óákveðin Páll Rúnar hafði áður farið fram á að fá annars vegar réttarmeinafræðing og hins vegar bæklunarlækni til að svara nokkrum spurningum. Dómarinn féllst á báðar matsbeiðnirnar og mun Ragnar Jónsson, bæklunarlæknir, mun svara tveimur spurningum um mat á ástandi Thomasar og á niðurstaða hans að liggja fyrir þann 16. júní. Þá svarar þýski réttarmeinafræðingurinn Urs Oliver Wiesbrock fimm spurningum verjandans og þarf að hafa lokið mati sínu fyrir þann 27. júní næstkomandi. Til stóð að ákveða tímasetningu á aðalmeðferð málsins við fyrirtökuna í dag. Af því varð ekki og ljóst að hún mun frestast enn frekar og ólíklegt að hún verði fyrr en í haust.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18 Réttarmeinafræðingur fenginn til að svara fimm spurningum í Birnumálinu 23. maí 2017 15:15 Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Verjandi Thomasar vill mat bæklunarlæknis og réttarmeinafræðings Saksóknari lagði fram símagögn við fyrirtöku í málinu í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 9. maí 2017 10:18
Tíu skipverjar kallaðir til vitnis í máli Birnu Thomas Møller gæti verið dæmdur til að greiða flug allra þeirra skipverja af Polar Nanoq sem kallaðir verða til vitnis þegar réttað verður yfir honum fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Aðalmeðferð dregst líklegast fram á síðsumar. 23. maí 2017 07:00